Vín, drykkir og keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2025 – Fyrri partur
Keppninni um Gyllta Glasið 2025, sem haldin var á vegum Vínþjónasamtaka Íslands, er nú nýlokið. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.990 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum fyrri parti voru vín frá suður við miðbaug tekinn fyrir ásamt Norður Ameríku ásamt sérstökum rósavínsflokki, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Natura 11. maí sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
5 hvítvín, 9 rauðvín og 5 rósavín hlutu Gyllta glasið 2025 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
Invivo X, SJP Sauvignon Blanc 2023, 3.299 kr
Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2024, 2.999 kr
Picton Bay Sauvignon Blanc 2024, 2.990 kr
Saint Clair Chardonnay Omaka Reserve 2023, 3.499 kr
Novas Chardonnay Gran Reserva 2022, 2.999 kr
Rósavín:
Invivo X SJP Rose 2024, 2.999 kr
Gérard Bertrand Côte Des Roses 2024, 2.999 kr
Adobe Reserva Rose 2024, 2.399 kr
L´Odyssée De Saint-Cernin Rosé 2024, 2.799 kr
Arzuaga Rosae 2023, 3.399 kr
Rauðvín:
Invivo X SJP Pinot Noir 2022, 3.899 kr
Ste Michelle Indian Wells Cabernet Sauvignon 2020, 3.990 kr
Trivento Golden Reserve Malbec 2023, 3.699 kr
Trivento Golden Reserve Cabernet 2022, 3.699 kr
The Chocolate Block 2023, 4.060 kr
Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2021, 3.899 kr
Peter Lehmann Portrait Shiraz 2021, 3.399 kr
Emiliana Coyam 2021, 3.999 kr
Vinyes Ocults Malbec 2022, 3.590 kr
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






