Vertu memm

Keppni

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2017 eru ….

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2017

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2017 sem var haldin í 13. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands.

Verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og síðan 2012, vínin máttu koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 20 apríl.  Þátttakan í Gyllta glasinu í ár var mjög góð miðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 100 vín til leiks.

Í ár var dómarapanelinn verulega sterkur með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingargreirans og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni, það geta ekki hver sem er smakkað blint 100 vín á einum degi, bravó til bragðlauka ykkar og reynslu.

Alls voru það um 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala.  Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá Ástþóri Sigurvinssyni og tveim mjög svo framúrskarandi þjónanemum frá Hiltom og eiga þeir endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.  Svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica og Guðrúnu Björk fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu og þjónustu með frábærum veitingum.

6 hvítvín, 14 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2017 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2017

Hvítvín

  • Bramito Chardonnay, Castello della Sala 2016, Globus
  • Saint Clair Vicar’s Choice Riesling 2014, Haugen
  • Brancot Estate Sauvignon Blanc the Letter Series 2016, Mekka
  • Villa Maria Sauvignon Blanc Cellar Selection Organic 2015, KKK
  • Tommasi Le Rosse Pinot Grigio 2016, Mekka
  • Willm Riesling Reserve 2015, Haugen

Rauðvín

  • Coto de Imaz Gran Reserva 2010, Globus
  • Trivento Golden Reserve Malbec 2014, Globus
  • Peter Lehmann Portrait Cabernet Sauvignon 2013, Globus
  • Baron de Ley Reserva 2012, Globus
  • Baron de Ley Reserva 2013, Globus
  • Bodega Cepa 21 Hito 2014, Globus
  • Chateau l’Hospitalet La Reserve La Clape 2015, Globus
  • Marques de Casa Concha Merlot 2014, Mekka
  • Campo Viejo Gran Reserva 2010, Mekka
  • Escapades Cabernet Sauvignon Shiraz Malbec 2015, JP&B
  • Wyndham Bin 555 Shiraz  2014, Mekka
  • di Lenardo Just Me 2013, Cantina
  • Ramón Bilbao Gran Reserva 2010, Ölgerðin
  • Allegrini Corte Giara Valpolicella Ripasso 2014, Cantina

Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Þorleifur Sigurbjörnsson
Gjaldkeri

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið