Frétt
Verð á mjólk hækkar
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. apríl 2023:
- Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 4,33%, úr 119,77 kr./ltr í 124,96 kr./ltr.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 12. apríl 2023:
- Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 3,60%.
Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í desember 2022. Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 4,33%.
Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,74% og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






