Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Velta Spaðans rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn

Birting:

þann

Spaðinn á Dalvegi 32b í Kópavogi

Spaðinn á Dalvegi 32b í Kópavogi

Þórarinn Ævarsson bakari og stofnandi Spaðans, segir veltuna hafa verið rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn í rekstri fyrirtækisins. Þórarinn opnaði pítsustaðinn Spaðann 8. maí sl. í nýju atvinnuhúsnæði á Dalvegi 32b í Kópavogi.

„Ég er sáttur við þessa byrjun í ljósi kórónuveirunnar, mikilla viðbragða keppinauta og rjómablíðu, sem almennt er ekki góð fyrir þennan rekstur,“

segir Þórarinn í samtali við ViðskiptaMoggann í gær.

Þórarinn segir laun hafa verið undir þriðjungi af kostnaði

„Launaliðurinn, sem er reyndar ekki mjög marktækur svona í upphafi meðan verið er að þjálfa fólkið, var rétt undir 30% af kostnaði, sem er verulega gott. Þegar breytilegur kostnaður, sem er laun og hráefni, eru tekin saman er sá liður um 70%, sem er vel ásættanlegt.

Spaðinn er enda fyrsta mánuð í rekstri í smá plús. Það er mikið gleðiefni og augljóslega ýtir það undir kröfur í þá veru að fjölga útibúum sem fyrst, enda er ljóst að markaðurinn kann mjög vel að meta það sem Spaðinn hefur upp á að bjóða,“

segir Þórarinn.

Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í gær.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið