Viðtöl, örfréttir & frumraun
Velta Spaðans rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn
Þórarinn Ævarsson bakari og stofnandi Spaðans, segir veltuna hafa verið rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn í rekstri fyrirtækisins. Þórarinn opnaði pítsustaðinn Spaðann 8. maí sl. í nýju atvinnuhúsnæði á Dalvegi 32b í Kópavogi.
„Ég er sáttur við þessa byrjun í ljósi kórónuveirunnar, mikilla viðbragða keppinauta og rjómablíðu, sem almennt er ekki góð fyrir þennan rekstur,“
segir Þórarinn í samtali við ViðskiptaMoggann í gær.
Þórarinn segir laun hafa verið undir þriðjungi af kostnaði
„Launaliðurinn, sem er reyndar ekki mjög marktækur svona í upphafi meðan verið er að þjálfa fólkið, var rétt undir 30% af kostnaði, sem er verulega gott. Þegar breytilegur kostnaður, sem er laun og hráefni, eru tekin saman er sá liður um 70%, sem er vel ásættanlegt.
Spaðinn er enda fyrsta mánuð í rekstri í smá plús. Það er mikið gleðiefni og augljóslega ýtir það undir kröfur í þá veru að fjölga útibúum sem fyrst, enda er ljóst að markaðurinn kann mjög vel að meta það sem Spaðinn hefur upp á að bjóða,“
segir Þórarinn.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í gær.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita