Viðtöl, örfréttir & frumraun
Velta Spaðans rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn
Þórarinn Ævarsson bakari og stofnandi Spaðans, segir veltuna hafa verið rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn í rekstri fyrirtækisins. Þórarinn opnaði pítsustaðinn Spaðann 8. maí sl. í nýju atvinnuhúsnæði á Dalvegi 32b í Kópavogi.
„Ég er sáttur við þessa byrjun í ljósi kórónuveirunnar, mikilla viðbragða keppinauta og rjómablíðu, sem almennt er ekki góð fyrir þennan rekstur,“
segir Þórarinn í samtali við ViðskiptaMoggann í gær.
Þórarinn segir laun hafa verið undir þriðjungi af kostnaði
„Launaliðurinn, sem er reyndar ekki mjög marktækur svona í upphafi meðan verið er að þjálfa fólkið, var rétt undir 30% af kostnaði, sem er verulega gott. Þegar breytilegur kostnaður, sem er laun og hráefni, eru tekin saman er sá liður um 70%, sem er vel ásættanlegt.
Spaðinn er enda fyrsta mánuð í rekstri í smá plús. Það er mikið gleðiefni og augljóslega ýtir það undir kröfur í þá veru að fjölga útibúum sem fyrst, enda er ljóst að markaðurinn kann mjög vel að meta það sem Spaðinn hefur upp á að bjóða,“
segir Þórarinn.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í gær.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






