Viðtöl, örfréttir & frumraun
Velta Spaðans rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn
Þórarinn Ævarsson bakari og stofnandi Spaðans, segir veltuna hafa verið rúmlega 31 milljón eftir skatt fyrsta mánuðinn í rekstri fyrirtækisins. Þórarinn opnaði pítsustaðinn Spaðann 8. maí sl. í nýju atvinnuhúsnæði á Dalvegi 32b í Kópavogi.
„Ég er sáttur við þessa byrjun í ljósi kórónuveirunnar, mikilla viðbragða keppinauta og rjómablíðu, sem almennt er ekki góð fyrir þennan rekstur,“
segir Þórarinn í samtali við ViðskiptaMoggann í gær.
Þórarinn segir laun hafa verið undir þriðjungi af kostnaði
„Launaliðurinn, sem er reyndar ekki mjög marktækur svona í upphafi meðan verið er að þjálfa fólkið, var rétt undir 30% af kostnaði, sem er verulega gott. Þegar breytilegur kostnaður, sem er laun og hráefni, eru tekin saman er sá liður um 70%, sem er vel ásættanlegt.
Spaðinn er enda fyrsta mánuð í rekstri í smá plús. Það er mikið gleðiefni og augljóslega ýtir það undir kröfur í þá veru að fjölga útibúum sem fyrst, enda er ljóst að markaðurinn kann mjög vel að meta það sem Spaðinn hefur upp á að bjóða,“
segir Þórarinn.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í gær.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni24 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin