Pistlar
Vel heppnuð vélsleðaferð Freistingar
Nú hafa Freistingar meðlimirnir og fylgifiskar sem klifruðu upp Snæfellsjökul um helgina á jeppum, snjósleðum, snjóbrettum og tveim jafnfljótum skilað sér til byggða eftir frábæra ferð. Veðrið er eitt það fallegasta sem menn hafa séð á fjöllum á þessum árstíma og útsýnið einstakt.
Lagt var íann á föstudag og voru 3 jeppar, 3 snjósleðar og nokkur bretti með á fyrsta degi. Færið og leiðirnar á jöklinum var skoðað og svo vaknað snemma á laugardagsmorgun og jökullinn tekinn með trompi.
Snæfellsjökull telur tæpa 1200 metra, farið var upp á jeppa formanns Freistingar ásamt ferðafélögum. Færið var einstakt og nánast hægt að keyra upp að toppi á bíl. Dagurinn leið hratt og fór að skyggja um kl. 20.00 og bústaðurinn var ánægjuleg sjón þar sem fólk var búið að nýta alla orku sýna á frábærum degi.
Vel var tekið á vistum í föstu og fljótandi formi um kvöldið í félagsskap nokkurra þjóðverja sem snjósleðadeildin hitti fyrir á jöklinum. Á sunnudagsmorgni birtust nokkrir meðlimir Ung Freistingar og menn úr bransanum með bretti og voru efri hlíðar jökulsins vel nýttar allann sunnudaginn.
Hér fylgja nokkrar myndir úr ferðinni með og fleiri á leiðinni. Næsta ferð er nú þegar kominn vel á veg í undirbúningi og verður vel auglýst hér á síðunni. Fyrirhugað er að koma upp hobbý tenglum hérna á síðunni þar sem menn geta hópað sig saman í sitt uppáhaldssport.
Allar hugmyndir/hobbý eru velkomnar og tengiliðir eru beðnir um að senda línu til Freistingar ef þeir hafa áhuga á að efla sitt sport og félagsskapinn. Það sem er nú í undirbúningi eru,- mótorsportklúbbur, golfklúbbur, brettaklúbbur, poolklúbbur, veiðiklúbbur, ferðaklúbbur o.fl, o.fl.
Þegar uppsetning og skipulagning á tenglum er lokið geta menn sent línu, skráð sig í uppáhaldsklúbbinn sinn og fengið svo sms eða tölvupóst frá félögunum þegar eitthvað er að gerast hjá viðkomandi klúbbi.
Höfundur er Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari og formaður Freistingar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin