Vertu memm

Pistlar

Vel heppnuð vélsleðaferð Freistingar

Birting:

þann

Vélsleði

Nú hafa Freistingar meðlimirnir og fylgifiskar sem klifruðu upp Snæfellsjökul um helgina á jeppum, snjósleðum, snjóbrettum og tveim jafnfljótum skilað sér til byggða eftir frábæra ferð. Veðrið er eitt það fallegasta sem menn hafa séð á fjöllum á þessum árstíma og útsýnið einstakt.

Lagt var í’ann á föstudag og voru 3 jeppar, 3 snjósleðar og nokkur bretti með á fyrsta degi. Færið og leiðirnar á jöklinum var skoðað og svo vaknað snemma á laugardagsmorgun og jökullinn tekinn með trompi.

Snæfellsjökull telur tæpa 1200 metra, farið var upp á jeppa formanns Freistingar ásamt ferðafélögum. Færið var einstakt og nánast hægt að keyra upp að toppi á bíl. Dagurinn leið hratt og fór að skyggja um kl. 20.00 og bústaðurinn var ánægjuleg sjón þar sem fólk var búið að nýta alla orku sýna á frábærum degi.

Vel var tekið á vistum í föstu og fljótandi formi um kvöldið í félagsskap nokkurra þjóðverja sem snjósleðadeildin hitti fyrir á jöklinum. Á sunnudagsmorgni birtust nokkrir meðlimir Ung Freistingar og menn úr bransanum með bretti og voru efri hlíðar jökulsins vel nýttar allann sunnudaginn.

Hér fylgja nokkrar myndir úr ferðinni með og fleiri á leiðinni. Næsta ferð er nú þegar kominn vel á veg í undirbúningi og verður vel auglýst hér á síðunni. Fyrirhugað er að koma upp “hobbý” –tenglum hérna á síðunni þar sem menn geta hópað sig saman í sitt uppáhaldssport.

Allar hugmyndir/hobbý eru velkomnar og tengiliðir eru beðnir um að senda línu til Freistingar ef þeir hafa áhuga á að efla sitt sport og félagsskapinn. Það sem er nú í undirbúningi eru,- mótorsportklúbbur, golfklúbbur, brettaklúbbur, poolklúbbur, veiðiklúbbur, ferðaklúbbur o.fl, o.fl.

Þegar uppsetning og skipulagning á tenglum er lokið geta menn sent línu, skráð sig í uppáhaldsklúbbinn sinn og fengið svo sms eða tölvupóst frá félögunum þegar eitthvað er að gerast hjá viðkomandi klúbbi.

Hallgrímur Sigurðarson

Hallgrímur Sigurðarson

Höfundur er Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari og formaður Freistingar.

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið