Keppni
Velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978
Þessi færsla verður uppfærð reglulega um ókomin ár.
Síðasta uppfærsla: 1. mars 2024.
Sjá neðst!
Þeir sem fylgst hafa með Kokkalandsliðinu á undanförnum árum vita af hversu miklum dugnaði og elju hefur verið unnið á þeim bæ og er því að þakka meðlimum landsliðsins og síðar metnaðarfulla starfi sem Klúbbur matreiðslumanna hefur unnið.
Hér að neðan ber svo að líta velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978.
Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center – Árið 1978
Það var árið 1978 sem að þrír vaskir matreiðslumeistarar sem kepptu í Alþjóðakeppni í matreiðslu sem haldin var í Bella Center 4.-9. apríl 1978 í Kaupmannahöfn, en var að vísu minna í sniðum en er nú í dag og er þetta fyrsta Kokkalandslið Íslands sem vitað er um. Sigurvegarar í keppninni urðu Norðmenn, Austurríkismenn, Svisslendingar og í fjórða sæti Íslendingar.
Þá komu Danir, Vestur Þjóðverjar, Ungverjar, Svíar, Kínverjar og Indverjar.
Íslenska liðið hlutu gullverðlaun fyrir heita matinn og einnig sérstaka viðurkenningu fyrir besta kalda fatið á sýningunni í heild, það var lundi. Einungis var notað fyrsta flokks hráefni, og má þar nefna íslenskt lambakjöt. Hver þjóð útbjó tvo þjóðarrétti. Íslendingar matreiddu léttreykt lambalæri og steikt heilagfiski.
Íslenska sveitin bjóst aldrei við svona miklum árangri, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt í svona sýningu.
Að lokum má geta þess, að meðal dómaranna á sýningunni voru Ib Wessmann, yfirmatreiðslumaður á Nausti.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1978:
- Sigurvin Gunnarsson, yfirmatreiðslumaður Hótel Sögu
- Gísli Thoroddsen, yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ
- Hilmar B. Jónsson, veitingastjóri á Hótel Loftleiðum
Norræn matreiðslukeppni í Bella Center – Árið 1980
Þrír íslenskir matreiðslumeistarar, Haukur Hermannsson, Gísli Thoroddsen og Kristján Danielsson hlutu silfurverðlaun í norrænni matreiðslukeppni sem haldin var í Bella Center í Kaupmannahöfn árið 1980. Þátttakendur í keppninni voru frá öllum Norðurlöndunum, nema Færeyjum og urðu úrslit þau að Finnar sigruðu, Ísland varð í öðru sæti, Danir í þriðja og Noregur og Svíþjóð deildu neðsta sætinu.
Keppnin fór þannig fram, að þátttakendur voru þrír frá hverju landi, og þurftu þeir að skila tveim heitum réttum, sem hvor um sig þurfti að vera fyrir 60 manns. Þessi matur var síðan seldur gestum á sýningarsvæðinu í sérstökum veitingastað sem heitir Bella Ship. Hinn hluti keppninnar fór þannig fram, að viðkomandi þurftu að skila 6 köldum fötum af mat, sem hvert um sig var fyrir 8 manns, og var síðan fólki til sýnis.
Íslensku þátttakendurnir voru með í heitu réttunum:
Sítrónumarineraðan lambahrygg með Madeirasósu og djúpsteiktan skötusel með rjómasoðnu spínati. Þessum réttum var mjög vel tekið, og seldust þeir upp á einum og hálfum tíma.
Í köldum mat voru Íslensku þátttakendurnir með eftirfarandi:
1 – Steikt og fléttuð villigæs.
2 – Fylltur lambahryggur.
3 – Smálúðuflök í hlaupi með hörpuskeljum.
4 – Kjúklingafars, Chaudfroid.
5 – Íslandskort úr blönduðu fiskfarsi og á því voru útskornir jarðsveppir sem táknuðu Gullfoss, Geysir og Heklu.
6 – Gamall íslenskur matur, settur upp á nýtískulegan hátt, það var sviðasulta, hrútspungar, hangikjöt og fjallagrös.
Auk silfurverðlaunanna í keppninni, þá hlaut Íslensku keppendurnir sérstök verðlaun fyrir skemmtilegar skreytingar og hugmyndaríkar uppsetningar á köldu réttunum.
Segja má að árangur íslensku matreiðslumeistaranna í keppinni sé mjög góður, sérstaklega ef haft er í huga að þeir einir fullunnu hráefnið á staðnum, en hinir keppendurnir komu með réttina nær því tilbúna.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1980:
- Haukur Hermannsson
- Gísli Thoroddsen
- Kristján Danielsson
Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center – Árið 1985
Liðið tók þátt í Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center 18. apríl árið 1985 á vegum NKF (Nordisk kokkenchefs forening) eða Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og vann Íslenska liðið gullverðlaun. Íslenskir matreiðslumenn hafa tekið þátt í stórri matvælasýningu á Bella Center fyrir utan Kaupmannahöfn en sýningin stóð yfir í nokkra daga.
„Við erum geysilega stoltir. Þegar Íslendingar vinna Dani er eitthvað mikið að gerast því matargerðarlistin er hátt skrifuð í Danmörku. Við fengum að heyra þau orð hér að okkar réttir væru á heimsmælikvarða og vorum við hvattir til að taka þátt í næstu heimsmeistarakeppni,“
sagði Lárus Loftsson, forseti NKF-klúbbsins á Íslandi, í viðtali við DV.
Liðið var með 15 atriði á sýningunni, þ.e. þrjú sígild köld föt, sex svokölluð „restaurant“-föt, og sex diska eftir frjálsu vali. Dómarar voru fimm danskir dómarar sem allir eru mjög virtir matreiðslumeistarar, en fimmti dómarinn í keppninni hjá hinum liðunum var Kristján Sæmundsson.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1985:
- Einar Arnason
- Þórarinn Guðlaugson
- Gisli Thoroddsen
- Brynjar Eymundsson
- Kristjáns Sæmundsson, dómari
Alþjóðleg matreiðslukeppni í Chicago – Árið 1991
Það var matreiðslukklúbburinn Framandi sem stofnaði upphaflega Íslenska Kokkalandsliðið sem síðar tók þátt í alþjóðlegu matreiðslukeppninni í Chicago árið 1991. Framandi var klúbbur fyrir þá sem á þeim tíma voru ekki gjaldgengnir í Klúbb Matreiðslumeistara, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur séu meðlimir í Alþjóðasamtökum matreiðslumanna en Íslandsdeild þeirra er Klúbbur Matreiðslumeistara. Eftir keppnina fengu allir meðlimir í Framanda heiðursorðuna Gordon Blue og inngöngu í KM og þá fjaraði Framandi út.
Keppnin tók fjóra daga og keppt var bæði í heita og kalda, en Íslenska Kokkalandsliðið fékk silfur og brons.
Matseðillinn í heita var eftirfarandi:
Vatnakrabbasúpa með geddurúllum
Salat með gröfnu lambi og balsamískri vínediksósu
Önd að hætti Reykjavíkur borin fram með sveppaúrvali og rósmarínilmandi sósu
Eftirréttur „Apple Bavarian“ með ananassósu og bláberju
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1991:
- Ásgeir Helgi Erlingsson
- Baldur Öxdal Halldórsson
- Bjarki Hilmarsson
- Úlfar Finnbjörnsson
- Örn Garðarsson
- Sigurður L Hall
- Sverrir Halldórsson
Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 1992
Ólympíuleikarnir í matreiðslu voru haldnir í Frankfurt í Þýskalandi í október árið 1992 og fékk Kokkalandsliðið bronsverðlaun fyrir heita matinn.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1992:
- Ásgeir Helgi Erlingsson
- Baldur Öxdal Halldórsson
- Bjarki Hilmarsson
- Úlfar Finnbjörnsson
- Örn Garðarsson
- Sigurður L Hall
- Hörður Héðinsson
- Francois Fons
- Eiríkur Ingi Friðgeirsson
- Linda Wessman
Matseðillinn var eftirfarandi:
Forréttur
Gufusoðnar gellur á hvítu káli, með korianderfræjum og kartöflu-mysusósu
Aðalréttur
Klukkutímasaltað lambafile með sítrónu- og blóðbergskrydduðu soði
Eftirréttur
Aðalbláberja-jógúrtfrauð með íslenskum berjum
Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 1994
Kokkalandsliðið vann til gull- og bronsverðlauna á heimsmeistaramóti í Lúxemborg, sem fram fór 19. – 24. nóvember 1994.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1994:
- Úlfar Finnbjörnsson – Fyrirliði liðsins
- Snæbjörn Kristjánsson
- Baldur Öxdal Halldórsson
- Þorvarður Óskarsson
- Friðrik Sigurðsson
- Þórarinn Guðlaugsson – Þjálfari liðsins
- Örn Garðarsson
- Bjarki Hilmarsson
- Ásbjörn Pálsson
- Jón Rúnar Arilíusson
Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 1996
Kokkalandsliðið keppti á ólympíuleikum í matreiðslu sem haldnir voru í Berlín 8. – 13. september árið 1996 og krækti þar í silfurverðlaun fyrir heitan mat og tvö brons fyrir kaldan mat.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1996:
- Ragnar Wessman
- Jóhannes Felixson
- Örn Garðarsson
- Þorvarður Óskarsson
- Guðmundur Guðmundsson
- Sturla Birgisson
- Friðrik Sigurðsson
- Snæbjörn Kristjánsson
Matseðillinn var eftirfarandi:
Forréttur:
Heilagfiskiturn með engiferperusósu og gljáðri hörpuskel á Ratatouille.
Aðalréttur:
Hunangsgljáður léttsaltaður lambaframhryggur með furuhnetum og snjóbaunum.
Eftirréttur:
Hindberjafrauð með skyrsorbet og hindberjasósu.
Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 1998
Kokkalandsliðið keppti á heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg í nóvember 1998. Liðið hlaut gull og silfur fyrir kalda og heita matinn.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1998
- Hákon Már Örvarsson
- Jón Rúnar Arilíusson
- Ásbjörn Pálsson
- Elmar Kristjánsson
- Guðmundur Guðmundsson
- Ragnar Wessman
Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2000
Ólympíuleikar í matreiðslu voru haldnir dagana 22. til 25. október árið 2000 í Erfurt. Kokkalandsliðið náði góðum árangri og hrepptu þeir silfurverðlaun fyrir heita eldhúsið, brons fyrir aðalrétt og brons fyrir pastry. Þá hlaut liðið viðurkenningarskjal fyrir sýningarstykkið.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2000, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Karl Viggó Vigfússon – Kökugallerý
- Friðrik Sigurðsson – Fyrirliði – Tveir Fiskar
- Bjarni Gunnar Kristinsson – Grillið Hótel Saga
- Úlfar Finnbjörnsson – Þjálfari – Gestgjafinn
- Gunnlaugur Örn Valsson – Mosfellsbakarí
- Ragnar Ómarsson – Hótel Holt
- Alfreð Ómar Alfreðsson – Sommelier á Hverfisgötunni
- Einar Geirsson – Tveir Fiskar
Scot-Hot – Árið 2001
Scot-Hot keppnin fór fram dagana 12. – 16. mars árið 2001 í Glasgow og hlaut Íslenska Kokkalandsliðið silfurverðlaun fyrir heita matinn.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2001:
- Alfreð Ómar Alfreðsson – Sommelier á Hverfisgötunni
- Bjarni Gunnar Kristinsson – Grillið Hótel Saga
- Einar Geirsson – Siggi Hall á Óðinsvéum
- Ragnar Ómarsson – Hótel Holt
- Karl Viggó Vigfússon – Kökugallerý
- Gunnlaugur Örn Valsson – Mosfellsbakarí
Matseðillinn var eftirfarandi:
Forréttur:
Kaldreyktur lax og þorskur í brike á ætiþistlaterrine með lakkrísrótarkjarna.
Aðalréttur:
Marineraður lambahryggvöðvi með villisveppum, graskersmauki, fondantkartöflum og lambaconfit í kryddhjúp ásamt lambadjús.
Eftirréttur:
Súkkulaðimús, jarðarberja- og balsamicohlaup og jarðaberjasorbet ásamt kakóbaunasírópi.
Alþjóðleg matreiðslukeppni í í Suður Kóreu – Árið 2002
Kokkalandsliðið hlaut tvenn gullverðlaun, annars vegar fyrir hlaðborð og hins vegar fyrir heita rétti alþjóðlegri matreiðslukeppni sem fram fór í Seoul í Suður Kóreu í júní árið 2002.
Landsliðið hafði með sér allt hráefnið að heiman og bauð upp á íslenskt lambakjöt, þorsk, lax og humar.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2002:
- Bjarni G. Kristinsson
- Alfreð Alfreðsson
- Hrefna Sætran
- Ragnar Ómarsson
- Einar Geirsson
- Lárus Gunnar Jónasson
- Kristinn Freyr Guðmundsson
- Ásgeir Sandholt
- Ingvar Sigurðsson (liðsstjóri)
- Gissur Guðmundsson (liðsstjóri)
Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 2002
Íslenska Kokkalandsliðið lenti í 9. sæti á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg í september árið 2002, en liðið fékk silfurverðlaun fyrir heita matinn og bronsverðlaun fyrir kalda borðið.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2002:
- Einar Geirsson
- Ragnar Ómarsson
- Bjarni Gunnar Kristinsson
- Hafliði Ragnarsson
- Alfreð Ómar Alfreðsson
- Sturla Birgisson
- Ásgeir Sandholt
- Hafliði Ragnarsson
- Lárus Gunnar Jónasson
Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:
Forréttur
Laxa og þorsk tvenna rúllað saman með ætiþistlum og tómat törtum ásamt íslenskum humri og epla chutney og með þessu er lakkrísrótar sósa.
Aðalréttur
Lamba fillet á íslensku klettasalati með sætu lambabrauði, fondant kartöflum og lambasósu.
Eftirréttur
Samanstendur af hvítu súkkulaði mús með límónu, ásamt heitri súkkulaði köku með mango ís og anis sósu.
Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2004
Kokkalandsliðið keppti á Ólympíumóti í Erfurt í Þýskalandi dagana 17. – 20. október 2004 lentu í 13. sæti.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2004, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Ragnar Ómarsson – Leikhúskjallarinn
- Bjarni Gunnar Kristinsson – Grillið
- Lárus Gunnar Jónasson – Sjávarkjallarinn
- Kristinn Freyr Guðmundsson – Hótel Borg
- Ásgeir Sandholt – Sandholtsbakarí
- Hafliði Ragnarsson – Mosfellsbakarí
- Sigurður Gíslason – Nordica Hótel
- Alfreð Alfreðsson – Hótel Saga
- Einar Geirsson – Tveir fiskar
- Hrefna Sætran
Scot Hot – Árið 2005
Íslenska Kokkalandsliðið fékk Brons verðlaun á Scot Hot keppninni árið 2005, en landsliðið keppti að þessu sinni eingöngu í heita matnum.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2005, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Bjarni Gunnar Kristinsson – Yfirmatreiðslumaður á Grillinu
- Ragnar Ómarsson – Yfirmatreiðslumaður á Salt
- Sigurður Gíslason – Aðstoðar Yfirmatreiðslumaður á Vox
- Gunnar Karl Gíslason – Aðstoðar Yfirmatreiðslumaður á Vox
- Alfreð Ómar Alfreðsson – Matreiðslumeistari hjá Garra ehf
- Ásgeir Sandholt – Kondidor Sandholt bakarí
- Einar Geirsson – Yfirmatreiðslumaður/veitingamaður á Café/restaurant Karólínu
- Eggert Jónsson – Kondidor / yfirbakari cafe Adesso smáralind
- Hrefna Sætran – Aðstoðar Yfirmatreiðslumaður á Sjávarkjallaranum
- Eyþór Rúnarsson – Yfirmatreiðslumaður á Sigga Hall á Óðinsvéum
- Sigurður Helgason – Yfirmatreiðslumaður á Skólabrú
- Hafliði Ragnarson – Mosfellsbakarí
Salon Culinaire Mondia – Árið 2005
Kokkalandsliðið keppti í Salon Culinaire Mondial í Basel í Sviss í nóvember árið 2005. Kokkalandsliðið stóð sig mjög vel og hrepptu bæði silfur í heita og kalda matnum.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2005, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Eyþór Rúnarsson – Yfirmatreiðslumaður á Sigga Hall á Óðinsvéum
- Sigurður Helgason – Yfirmatreiðslumaður á Skólabrú
- Gunnar Karl Gíslason – Yfirmatreiðslumaður á B5
- Einar Geirsson – Yfirmatreiðslumaður/veitingarmaður á café Karólínu
- Ásgeir Sandholt – Konditor Sandholt bakarí
- Eggert Jónsson – Konditor / yfirbakari café Adesso Smáralind
- Bjarni G. Kristinsson – Yfirmatreiðslumaður á Grillinu
- Ragnar Ómarsson – Yfirmatreiðslumaður á Salt 1919 Radisson SAS hótel
- Hrefna Sætran – Aðstoðar Yfirmatreiðslumaður á Sjávarkjallaranum
- Sigurður Gíslason – Yfirmatreiðslumaður á Vox
- Alfreð Alfreðsson – Matreiðslumeistari hjá Jóhanni Ólafssyni heildsala
Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 2006
Kokkalandsliðið keppti í heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg dagana 18. – 22. nóvember árið 2006. Liðið fékk Silfur fyrir heita matinn og brons fyrir kalda borðið og lenti í 13. sæti.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2006, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Alfreð Ómar Alfreðsson – Matreiðslumeistari, GV heildverslun
- Ragnar Ómarsson – Yfirmatreiðslumaður Salt, Hótel 1919 – Þjálfari
- Örvar Birgisson – Bakari Nýja Kökuhúsinu
- Sigurður Gíslason – Yfirmatreiðslumaður Vox Nordica hotel
- Hrefna Sætran – Aðstoðar yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarinn
- Gunnar Karl Gíslason – Hótel Borg Veislusalir/Silfur
- Eyþór Rúnarsson – Yfirmatreiðslumaður Siggi Hall á Óðinsvéum
- Bjarni G. Kristinsson – Yfirmatreiðslumaður Grillið, Hótel Saga – Fyrirliði
Matseðillinn í heita matnum:
Lightly smoked artic charr and mixed shellfish tartlette with orange infused sehllfish sauce
Selection of organic lamb with estragon potatoes, winter vegetables and lemon-thyme sauce
Hot almond and chocolate soufflé and provençal almond mousse with abricot on three ways
Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2008
Kokkalandsliðið keppti á Ólympíumóti í Erfurt í Þýskalandi dagana 20. – 24. október 2008. Liðið fékk 1 gull fyrir heita matinn og 1 gull og 2 silfur fyrir kalda borðið og endaði í 10. sæti.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2008, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
Bjarni Gunnar Kristinsson – Grillið Radisson SAS Hótel Saga
- Ragnar Ómarsson – Domo
- Alfreð Ómar Alfreðsson – Kaupþing banki
- Gunnar Karl Gíslason – Vox Hilton Nordica
- Eyþór Rúnarsson – Veitingastaðurinn Ó
- Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran – Fiskmarkaðurinn
- Þórarinn Eggertsson – Orange
- Þráinn Freyr Vigfússon – Grillið Radisson SAS Hótel Saga
- Örvar Birgisson – Nýja Kökuhúsið
- Karl Viggó Vigfússon – GV Heildverslun
Aðstoðarmenn voru:
- Vigdís Ylfa Hreinsdóttir – Sjávarkjallaranum
- Guðlaugur Frímannsson – Fiskmarkaðinum
- Óli Ágústsson – Vox Hilton Nordica
- Þórður Matthías Þórðarson – Salthúsið Restaurant
- Daníel Cochran Jónsson – Fiskmarkaðurinn
Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 2010
Kokkalandsliðið keppti í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg sem haldin var dagana 20. – 24. nóvember árið 2010.
Liðið fékk silfurverðlaun fyrir kalda borðið og gull fyrir heita matinn og lenti í 7. sæti.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2010, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Gunnar Karl Gíslason – Dill Resturant
- Eyþór Rúnarson – Nauthóll
- Friðgeir Ingi – Hótel Holt
- Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran – Fiskmarkaðurinn
- María Shramko – Myllan
- Ólafur Ágústsson – Vox
- Jóhannes Steinn Jóhannesson – Vox
- Ómar Stefánsson – Dill Resturant
- Steinn Óskar Sigurðsson – Höfnin Restaurant
- Guðlaugur Pakpum Frímannsson – Fiskmarkaðurinn
- Viktor Örn Andrésson – Bláa lónið Lava Restaurant
- Stefán Hrafn Sigfússon – Mosfellsbakarí
- Elísa Gelfert – Sandholt
- Karl Viggó Vigfússon – Garri
- Bjarni Kristinsson – Grillið
Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:
Lífrænt ræktaðar kartöflur og grænkál frá Vallanesi með kóngasveppakremi og stökku hverarúgbrauði
Sykursöltuð bleikja og bleikjutartar á bankabyggi með blómkáli, pönnusteiktum humri, humarsósu og kryddjurtajógúrti
Rjúkandi tómatseyði með sítrónu marinerðum hörpudisk, Svartrót og vatnakarsa.
Lambafillet með sveppum í stökkum hjúp með lambatungu – og skanka, seljurótarfroðu og seljurótarkartöflu ásamt gulrótum og rófum.
Karmellað hvítsúkkulaði með tröllaldin og gulleplum. Borið fram með súkkulaðidufti og kryddjurtasnjó.
Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2012
Kokkalandsliðið var dregið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi í október árið 2012.
Tilkynning frá stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara:
Það er erfið ákvörðun en óhjákvæmileg að draga Kokkalandsliðið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu sem fara fram í október næstkomandi. Mat stjórnar K.M. er að æfingaferlið sé ekki á þeim stað sem æskilegt er þegar svo stutt er til keppni og því óhjákvæmilegt að endurskoða fyrri ákvarðanir um þáttöku og setja liðinu ný markmið og verkefni. Stjórn K.M. stendur nú sem fyrr heilshugar að baki Kokkalandsliðinu og setur stefnuna á Heimsmeistaramót í matreiðslu 2014 þar sem liðið mun keppa fyrir Íslands hönd.
Þetta er í fyrsta sinn sem klúbburinn okkar hefur tekið ákvörðun um að draga Kokkalandsliðið úr keppni, það eru ekki skemmtilegar fréttir að færa en við bendum á að fjölmargar þjóðir hafa gert það áður. Þ.m.t Norðmenn og Danir af sömu ástæðum og við gerum nú.
Við hlökkum til áframhaldandi spennandi starfs og nýrra áskorana með Kokkalandsliðinu og félögum okkar í Klúbbi matreiðslumeistara.
Með kveðju
Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2012, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Gunnar Karl Gíslason – Dill Resturant
- Steinn Óskar Sigurðsson – Silfurtunglið
- Þráinn Freyr Vigfússon – Kolabrautin
- Viktor Örn Andrésson – Bláa lónið Lava Restaurant
- Jóhannes Steinn Jóhannesson – Hótel Marine
- Ólafur Ágústsson – Hótel Marine
- Fannar Vernharðsson – Vox
- Garðar Kári Garðarsson – Fiskfélagið
- Ómar Stefánsson – Snaps
- Kjartan Gíslason – Nauthóll
- Ásgeir Sandholt konditor – Sandholt bakarí
- Maria Shramko – Sykurdrottning
- Karl Viggó Vigfússon – Garri
Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 2014
Kokkalandsliðið keppti í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg sem haldin var dagana 22. til 27 nóvember 2014. Liðið fékk gull fyrir heita matinn og gull fyrir kalda borðið sem skilaði liðinu 5. sæti og er það besti árangur Íslands hingað til.
Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:
Forréttur
Hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.
Aðalréttur
Grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og –tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, fave-baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.
Eftirréttur
Jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2014, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:
- Hafliði Halldórsson, Garri – Framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins
- Þráinn Freyr Vigfússon, Bláa Lónið – Fyrirliði Kokkalandsliðsins
- Viktor Örn Andrésson, Bláa Lónið – Liðsstjóri Kokkalandsliðsins
- Fannar Vernharðsson, Vox – Kokkalandsliðmaður
- Bjarni Siguróli Jakobsson, Slippbarinn – Kokkalandsliðmaður
- Ylfa Helgadóttir, Kopar – Kokkalandsliðmaður
- Hafsteinn Ólafsson, Apótek – Kokkalandsliðmaður
- Axel B Clausen, Fiskmarkaðurinn – Kokkalandsliðmaður
- Garðar Kári Garðarsson, Strikið – Kokkalandsliðmaður
- Daníel Cochran Jónsson, Kolabrautin – Kokkalandsliðmaður
- Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið – Kokkalandsliðmaður
- Hrafnkell Sigríðarson, Bunk Bar – Kokkalandsliðmaður
- Maria Shramko, Sjálfstætt starfandi – Kokkalandsliðmaður
Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2016
Kokkalandsliðið keppti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldin voru dagana 22. til 26 október 2016. Liðið hlaut fern verðlaun sem tryggði þeim 9. sæti í samanlögðum stigum. Nánar um úrslitin hér. Á leikunum er keppt í mörgum greinum og var Ísland í 3. sæti landsliða í eftirréttum “Culinary Pastry Art”.
Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:
Forréttur
Léttreykt ýsa með humri, íslensk smágúrka með vatnakarsakremi og grásleppuhrognum. Gljáð svartrót og svartrótarflögur, brúnaður laukur, humar- og kræklingasmjörsósa.
Aðalrréttur
Nautahryggur og nautamergur með jurtum, hægelduð nautabringa með grilluðu grænkáli og jarðskokkamauki. Kartafla með svörtum hvítlauk og parmesanosti. Ristaðir shiitake sveppir, bóndabaunir og blaðlaukur. Uxahala- og rauðvínssósa.
Eftirréttur
Skyr- og karamellumús, rifsberjahlaup, stökkar hnetur og kakónibbur. Pera með verbenadressingu og pistasíum. Stökk vatnsdeigsbolla með sítrónukremi. Skyrís á súkkulaði og kakóbaunum.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2016:
- Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins
- Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari
- Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði
- Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn
- Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri
- Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri
- Fannar Vernharðsson
- Ylfa Helgadóttir
- Hafsteinn Ólafsson
- Axel Clausen
- Garðar Kári Garðarsson
- Hrafnkell Sigríðarson
- Atli Þór Erlendsson
- Sigurður Ágústsson
- Georg Arnar Halldórsson
- María Shramko
Uppfært: desember 2018
Heimsmeistarakeppnin í Lúxemborg – Árið 2018
29 kokkalandslið tóku þátt í heimsmeistarakeppninni þar sem keppt var í bæði heitum og köldum mat. Þar af kepptu þrjár þjóðir aðeins í heita matnum sem voru Ísland, Malasía og Skotland. Eins og kunnugt er þá vann Íslenska Kokkalandsliðið til gullverðlauna fyrir heita matinn. Það var Sænska Kokkalandsliðið sem sigraði heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem haldin var í Luxexpo keppnishöllinni í Lúxemborg í nóvember 2018. Heimsmeistaramót í matreiðslu er haldið á fjögurra ára fresti
Í heita matnum voru heildarstigin eftirfarandi:
Svíþjóð – 95.750
Noregur – 93.000
Singapúr – 91.740
Finnland – 91.210
Tékkland- 90.800
Sviss – 90.070
Ísland, Hong Kong og Danmörk voru jöfn að stigum með 90.000. Aðrar þjóðir voru með frá 67.270 til 89.352 í heita matnum.
Í keppninni um heitu réttina var útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti sem eldaður er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vann með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð var mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr var í aðalhlutverki.
Matseðillinn:
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2018: (nöfn og vinnustaðir:)
- Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Marel
- Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun
- Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn
- Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
- Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel
- Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Skál
- Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið
- Denis Grbic, Grillið
- Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið
- Hinrik Lárusson, Grillið
Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum 2020
Íslenska Kokkalandsliðið tók þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir voru 14. til 19. febrúar árið 2020. Keppnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi og kepptu 32 þjóðir. Íslenska Kokkalandsliðið hreppti 3. sæti á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu, er þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kemst á verðlaunapall.
Kokkalandsliðið 2020:
- Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kokkalandsliðsins
- Kristinn Gísli Jónsson
- Snorri Victor Gylfason
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson
- Snædís Xyza Mae Jónsdóttir
- Ísak Darri Þorsteinsson
- Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson
- Ísak Aron Ernuson
- Chidapha Kruasaeng
Kokkalandsliðið: eitt gull og eitt silfur skila Íslandi 6. sæti
Heimsmeistaramótið í matreiðslu í Lúxemborg var haldið 26. til 30. nóvember og lauk 1. desember 2022 með verðlauna afhendingum. Sviss tók fyrsta sætið með 93.01 stig, Svíar í öðru sæti með 90.26 og Norðmenn höfnuðu í því þriðja með 90.13.
Íslenska kokkalandsliðið keppti í tveimur keppnisgreinum og hafnaði í 6 sæti heilt yfir með 88,86 stig.
Landsliðið keppti á laugardaginn 26. nóvember 2022 í þriggja rétt heitum matseðli en í þeirri grein endaði Ísland í þriðja sæti með gull árangur. Seinni keppnisdagurinn var svo á þriðjudaginn 29. nóvember 2022 þegar keppt var í þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyrir 12 manns, svokölluðu „Chef’s Table” en þar hafnaði Ísland í 6. sætinu með silfur árangur. Það var samanlagður árangur þessara tveggja greina sem skilaði Íslenska liðinu 6. sætinu heilt yfir í mótinu.
Keppnismatreiðsla er í rauninni frádráttarkeppni og er fyrirkomulagið þannig að það byrja allir með 100 stig sem lækkar síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gullframmistaða er yfir 90 stig, silfurframmistaða milli 80 og 90 stig og brons milli 70 og 80 stig. Á mótinu voru um 20 lönd með keppnisrétt.
Heildarstig allra landa er hægt að skoða með því að smella hér.
Íslenska kokkalandsliðið 2022:
Þjálfari:
Ari Þór Gunnarsson Fastus
Fyrirliði:
Sindri Guðbrandur Sigurðsson veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar
- Aron Gísli Helgason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar
- Gabríel Kristinn Bjarnason, veitingastaðnum Héðni Kitchen Bar
- Ísak Darri Þorsteinsson, veitingastaðnum Tides
- Erla Þóra Bergmann, Pálmadóttir veitingastaðnum Fjallkonan
- Jakob Zarioh S. Baldvinsson, veitingastaðnum Sumac
- Sveinn Steinsson, Eflu verkfræðistofu
- Ísak Aron Jóhansson, Lux Veitingum
- Chidapha Kruasaeng, Mosfellsbakarí og HR Konfekt
- Ívar Kjartansson, veisluþjónustunni Rétturinum
Aðstoðarmenn
- Aþena Þöll Gunnarsdóttir, veitingastaðnum Fiskfélaginu
- Hringur Oddsson, veitingastaðnum Tides
- Marteinn Rastrick, Lux Veitingum
Íslenska Kokkalandsliðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum
Ólympíuleikar í matreiðslu voru haldnir 2. til 7. febrúar árið 2024. Keppnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi.
Íslenska kokkalandsliðið náði í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart. Swiss hafnaði í þriðja sæti en það voru frændur vorir Finnar sem hrepptu fyrsta sætið og eru því Ólympíumeistarar í matreiðslu í ár.
Þetta jafnar árangur landsliðsins hér fyrir fjórum árum en þriðja sæti er besti árangur sem Ísland hefur náð á leikunum. Fimmtíu og fimm þjóðir tóku þótt í leikunum.
Kokkalandsliðið keppti í eftirfarandi greinum:
Heita eldhúsið (Restaurant of nation) en þar eldaði liðið 3ja rétta matseðil fyrir 110 manns (forrétt, aðalrétt og eftirrétt).
Kalda borðið (Chef Table), 12 rétta matseðill og var „fine dining“ uppsetning.
Um Kokkalandsliðið 2024
Þjálfari
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir
Fyrirliði
Ísak Aron Jóhannsson
Hópurinn sem fór til Stuttgart er jafnframt leiddur af Ísaki Aroni Jóhannssyni fyrirliða en hann starfar hjá Zak veitingum og hefur mikla keppnisreynslu. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019. Hann bar sigur úr býtum í keppninni um eftirrétt ársins 2022 og varð í fjórða sæti í keppninni um kokk ársins sama ár. Aðrir í hópnum eru eftirfarandi: Hugi Rafn Stefánsson, sjálfstætt starfandi, hefur staðið uppi sem sigurvegari í Íslensku nemakeppninni í matreiðslu og verið aðstoðarmaður í Bocuse´dor keppninni.
Úlfar Örn Úlfarsson, sjálfstætt starfandi, hefur keppt í keppninni um Eftirréttur ársins og verið í Bocude´dor teyminu. Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, Fjallkonunni, hefur tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins og verið í kokklandsliðinu síðan 2021 Gabríel Kristinn Bjarnason, Dill, sigraði keppninna Nordic Young Chef 2021 hefur náð þriðja sæti í keppninni um Kokkur ársins og unnið Íslensku nemakeppnina ásamt því að vera aðstoðarmaður í Bocuse´dor Kristín Birta Ólafsdóttir, Hótel Reykjavík Grand, fyrrum sigurvegari í Íslensku nemakeppninni og tekið þátt í keppninni um Eftirréttur ársins ásamt því að lenda í þriðja sæti á Íslandsmóti iðngreina.
Jafet Bergmann Viðarsson, Torfús Retreat, hefur tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins og Matreiðslunemi ársins. Bjarki Snær Þorsteinsson, Lux veitingar, hefur tekið þátt í keppnunum um eftirrétt ársins, Matreiðslunemi ársins og Nordic Green Chef. Ólöf Ólafsdóttir Head pastry chef – Monkeys, vann í keppninni um eftirrétt ársins 2021
María Shramko, Bakarameistaranum, er reynslubolti í keppnismatreiðslu en hún hefur unnið til fleiri en hundrað verðlauna á stórmótum og er viðurkenndur dómari.
Landsliðsþjálfarinn er einnig mikill reynslubolti í faginu en ásamt því að þjálfa landsliðið er Snædís Xyza Mae Jónsdóttir yfirkokkur á Ion Adventure. Hefur hún verið tengd landsliðinu síðan 2016 og var í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíueikum, ásamt því meðal annars að keppa í Kokkur ársins, standa uppi sem sigurvegari í Eftirréttur ársins 2018 og vinna Artic Chef keppnina á Akureyri á þessu ári.
Heimild:
- Freisting.is
- Veitingageirinn.is
- Sverrir Þór Halldórsson
- Sigurvin Gunnarsson
- Timarit.is
- Klúbbur Matreiðslumeistara
- Brynjar Eymundsson
- Chef.is
Myndir:
- Bjarni Gunnar Kristinsson
- Jón Svavarsson
- Árni Torfason
- Guðjón Steinsson
- Timarit.is
- Sveinbjörn Úlfarsson
- Guðmundur Guðmundsson
- Stefanía Ingvarsdóttir
- Facebook / Kokkalandsliðið
- Brynja Kr. Thorlacius
- kokkalandslidid.is
- Ruth Ásgeirsdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF