Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla

Birting:

þann

Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri - Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting.... - Myndaveisla

Veitingastaðurinn Sumac, eitt af vinsælustu veitingahúsum Reykjavíkur, var með PopUp viðburð nú um helgina á veitingastaðnum LYST á Akureyri.

„Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting. Sumac teymið stóðu sig eins og hetjur. Allir gestir í skýjunum og staffið hjá mér skemmti sér konunglega.“

Sagði Reynir Grétarsson, veitingamaður Lyst, í samtali við veitingageirinn.is.

„Það sem stóð uppúr var bara að eignast nýja vini. Við hjá LYST þekktum Sumac ekkert persónulega fyrir þessi kvöld en gerum það núna. Hlakka til að fara suður og borða hjá þeim. Svo var bara svo ótrúlega gaman í keyrslunum.

Við tvísettum salinn bæði kvöld og tókum á móti 160 gestum. Sem er mjög gott, sérstaklega þegar eldhúsið er ekki stærra, en með aðstoð Akureyrarbæjar, sem eiga húsið, erum búin að nýta hvern krók og kima þar svo að við getum verið með svona kvöld.“

Sagði Reynir.

Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri - Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting.... - Myndaveisla

Glæsilegur matseðill var í boði að hætti Sumac sem var innblásin af litríkum bragðtegundum frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þar sem fersk hráefni og djörf krydd voru í aðalhlutverki eins og sjá má hér að neðan:

Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri - Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting.... - Myndaveisla

„Allt starfsfólkið mitt var síðan ótrúlega flott, og við náðum að kynna nýtt kaffi frá Kaffibrennslunni KORG hjá Sauðárkróki en það er einmitt starfsmaður hjá mér sem er að opna það, Vala Stef.

Í raun var þetta frábær helgi í matarmenningu á Akureyri, en tvö önnur pop up voru í bænum, tipsy á Múlaberg og Rub með Michelin kokk frá Tene. Starfsfólk úr öllum þessum PopUp-um hittist svo í bransa partý á Eyju eftir laugardags Service. Vonandi getum við á Akureyri gert meira af svona saman.“

Sagði Reynir að lokum.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið