Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnað Síldarævintýri á Siglufirði – Myndir
Eftir tveggja ára hlé var Síldarævintýrið á Siglufirði haldið á ný um helgina með pompi og prakt, en með breyttum áherslum. Munar þar mestu um að ekki var stórt svið í miðbænum heldur var dagskráin samansett af mörgum smærri viðburðum, innan dyra sem utan.
Á fimmtudeginum hófust herlegheitin með götugrilli víðsvegar um bæinn sem var mjög vel sótt af bæjarbúum og gestum og var grillað á tíu stöðum í bænum.
Kjarnafæði var á meðal þeirra styrktaraðila sem gáfu íbúum kjöt á grillið.
Myndir frá öllum grillstöðunum má skoða með því að smella hér.
Þetta var sannkölluð fjölskylduhátíð með fjölda viðburða fyrir alla aldurshópa þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, en dagskrána í heild sinni má sjá hér.
Svangur eða þyrstur á Síldarævintýri?
Í þessu 1200 manna samfélagi á Siglufirði eru margir flottir og fjölbreyttir veitingastaðir og má þar nefna Hannes Boy, Harbour House Café, marókkustaðinn á Hótel Siglunesi, veitingastaðinn Sunnu sem staðsettur er í Hótel Sigló og veitingastaðinn Torgið sem staðsettur er í hjarta bæjarins.
Á veitingastaðnum Torginu myndaðist skemmtilegt líf og fjör fram á nótt þar sem gullnar veigar á skálum og lifandi tónlist sem tónlistarfólk Siglufjarðar töfraði fram.
Fingur annarrar handar duga ekki til að telja upp öldurhúsin sem buðu gesti velkomna á Síldarævintýrið á Siglufirði. Þau voru opin fram eftir kvöldi og sum fram á nótt á Síldarævintýri og buðu upp á lifandi tónlist og ýmsa viðburði.
Aðalbakarí hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu ár og er eitt huggulegasta kaffihús landsins og þar er hægt að fá eitthvað sterkt út í kaffið eða bara eitt og sér. Hjá Harbour House Café skapast oft mjög svo skemmtileg stemning jafnt innandyra sem utan þegar degi tekur að halla.
Lobbý bar á Sigló Hótel er góður staður fyrir þá sem vilja kasta mæðinni eftir erilsaman dag. Hægt er að sitja úti í góða veðrinu og dást að útsýninu eða njóta arinelds inni við í koníaksstofunni.
Kveldúlfur bar og bús er einstaklega skemmtilegur bar sem minnir um sumt meira á safn því þar er margt skemmtilegra muna og mynda. Á Kveldúlfi var t.a.m. boðið upp á Bingó og pub-quiz og lifandi tónlist fram á nótt á Síldarævintýrinu.
Veitingahjónin Hákon Sæmundsson matreiðslumaður og Valgerður Þorsteinsdóttir eigendur fiskbúðarinnar á Siglufirði buðu upp á fiskisúpu og klassíska breska réttinn Fish & chip ásamt ferskum fiski beint úr fiskborðinu.
Kaffi Rauðka bauð upp á útigrill þar sem í boði voru kjúklingaspjót og grillaðir bananar.
Bjórinn Segull 67 er bruggaður í samnefndu brugghúsi á Siglufirði. Á Síldarævintýrinu var boðið upp á nokkrar brugghúskynningar og smökkun og fjölbreytta dagskrá. Í brugghúsinu eru einnig flottir barir, sem voru opnir fram á kvöld, og aðstaða öll hin glæsilegasta til að taka á móti gestum.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir