Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnað kótilettukvöld – Myndir

F.v. Gísli Einarsson veislustjóri, Sigvaldi Arnar Lárusson göngugarpur og Gunnar Sigurðarson skemmtikraftur
Gríðarlega vel tókst til þegar Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja var haldið í Offanum í Reykjanesbæ á föstudaginn s.l. Heiðurinn og hugmyndina að kvöldinu átti göngugarpurinn Sigvaldi Arnar Lárusson, en tilgangur kvöldsins var að safna fé til málefna barna á Suðurnesjum. Í upphafi var lagt upp með að taka á móti allt að 126 manns – en þegar upp var staðið höfðu nærri 140 manns mettað sig á sígildum lambakótilettum í raspi og meðlæti sem Menu veitingar matreiddi fyrir mannskapinn.
Óhætt er að segja að kvöldið hafi verið vel heppnað og tilgangi þess náð. Veislustjóri var Gísli Einarsson úr Landanum, aðrir sem komu fram voru Gunnar á Völlum og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson, og svo er auðvitað maður manns gaman og var góður andi í salnum – mikið hlegið og mikið etið. Allir fóru saddir og sáttir heim að veislu lokinni.
Myndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson / skissa

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta