Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Vel heppnað kótilettukvöld – Myndir

Birting:

þann

Kótilettuklúbbur Suðurnesja

F.v. Gísli Einarsson veislustjóri, Sigvaldi Arnar Lárusson göngugarpur og Gunnar Sigurðarson skemmtikraftur

Gríðarlega vel tókst til þegar Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja var haldið í Offanum í Reykjanesbæ á föstudaginn s.l.  Heiðurinn og hugmyndina að kvöldinu átti göngugarpurinn Sigvaldi Arnar Lárusson, en tilgangur kvöldsins var að safna fé til málefna barna á Suðurnesjum. Í upphafi var lagt upp með að taka á móti allt að 126 manns – en þegar upp var staðið höfðu nærri 140 manns mettað sig á sígildum lambakótilettum í raspi og meðlæti sem Menu veitingar matreiddi fyrir mannskapinn.

Óhætt er að segja að kvöldið hafi verið vel heppnað og tilgangi þess náð.  Veislustjóri var Gísli Einarsson úr Landanum, aðrir sem komu fram voru Gunnar á Völlum og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson, og svo er auðvitað maður manns gaman og var góður andi í salnum – mikið hlegið og mikið etið.  Allir fóru saddir og sáttir heim að veislu lokinni.

Kótilettuklúbbur Suðurnesja

Jóhann Issi Hallgrímsson og Ásbjörn Pálsson eigandi af Menu Veitingum

 

Myndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson / skissa

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið