Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnað kótilettukvöld – Myndir

F.v. Gísli Einarsson veislustjóri, Sigvaldi Arnar Lárusson göngugarpur og Gunnar Sigurðarson skemmtikraftur
Gríðarlega vel tókst til þegar Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja var haldið í Offanum í Reykjanesbæ á föstudaginn s.l. Heiðurinn og hugmyndina að kvöldinu átti göngugarpurinn Sigvaldi Arnar Lárusson, en tilgangur kvöldsins var að safna fé til málefna barna á Suðurnesjum. Í upphafi var lagt upp með að taka á móti allt að 126 manns – en þegar upp var staðið höfðu nærri 140 manns mettað sig á sígildum lambakótilettum í raspi og meðlæti sem Menu veitingar matreiddi fyrir mannskapinn.
Óhætt er að segja að kvöldið hafi verið vel heppnað og tilgangi þess náð. Veislustjóri var Gísli Einarsson úr Landanum, aðrir sem komu fram voru Gunnar á Völlum og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson, og svo er auðvitað maður manns gaman og var góður andi í salnum – mikið hlegið og mikið etið. Allir fóru saddir og sáttir heim að veislu lokinni.
Myndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson / skissa
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús



















