Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnað kótilettukvöld – Myndir

F.v. Gísli Einarsson veislustjóri, Sigvaldi Arnar Lárusson göngugarpur og Gunnar Sigurðarson skemmtikraftur
Gríðarlega vel tókst til þegar Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja var haldið í Offanum í Reykjanesbæ á föstudaginn s.l. Heiðurinn og hugmyndina að kvöldinu átti göngugarpurinn Sigvaldi Arnar Lárusson, en tilgangur kvöldsins var að safna fé til málefna barna á Suðurnesjum. Í upphafi var lagt upp með að taka á móti allt að 126 manns – en þegar upp var staðið höfðu nærri 140 manns mettað sig á sígildum lambakótilettum í raspi og meðlæti sem Menu veitingar matreiddi fyrir mannskapinn.
Óhætt er að segja að kvöldið hafi verið vel heppnað og tilgangi þess náð. Veislustjóri var Gísli Einarsson úr Landanum, aðrir sem komu fram voru Gunnar á Völlum og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson, og svo er auðvitað maður manns gaman og var góður andi í salnum – mikið hlegið og mikið etið. Allir fóru saddir og sáttir heim að veislu lokinni.
Myndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson / skissa
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu



















