Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnað kótilettukvöld – Myndir
Gríðarlega vel tókst til þegar Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja var haldið í Offanum í Reykjanesbæ á föstudaginn s.l. Heiðurinn og hugmyndina að kvöldinu átti göngugarpurinn Sigvaldi Arnar Lárusson, en tilgangur kvöldsins var að safna fé til málefna barna á Suðurnesjum. Í upphafi var lagt upp með að taka á móti allt að 126 manns – en þegar upp var staðið höfðu nærri 140 manns mettað sig á sígildum lambakótilettum í raspi og meðlæti sem Menu veitingar matreiddi fyrir mannskapinn.
Óhætt er að segja að kvöldið hafi verið vel heppnað og tilgangi þess náð. Veislustjóri var Gísli Einarsson úr Landanum, aðrir sem komu fram voru Gunnar á Völlum og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson, og svo er auðvitað maður manns gaman og var góður andi í salnum – mikið hlegið og mikið etið. Allir fóru saddir og sáttir heim að veislu lokinni.
Myndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson / skissa
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt