Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Skál opnar í mathöllinni Zeppelin Station í Denver
Skál! veitingastaður á Hlemmi Mathöll opnar í kvöld SKÁL í mathöllinni Zeppelin Station í Denver Colorado.
Zeppelin Station er lifandi svæði þar sem renna saman skrifstofurými og matartorg með mismunandi veitingastöðum sem allir bera fram mat í “Street-food” stíl.
SKÁL vann á dögunum stóra viðurkenningu frá Michelin Guide sem kallast BIB-gourmand sem er veitt stöðum sem veita frammúrskarandi mat á sanngjörnu verði.
Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur og einn eiganda Skál!, er búinn að vera í Denver síðustu tvær vikurnar að undirbúa opnun þessarar staðar í Zeppelin station sem hefur göngu sína í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu.
Það sem Zeppelin Station gerir er að skipta um þema á svæðinu af og til og nú næstu 6 vikurnar er þemað “Made in Reykjavík”. Þar verða einnig til sölu íslenskar hönnunarvörur, íslensk hráefni og fatnaður.
Mikil leynd hefur ríkt yfir verkefninu hingað til en nú er það orðið opinbert að Skál! verði að bjóða uppá einföldun á sínum matseðli í “Street-food” stíl og þar ber helst að nefna pylsuna sem er orðið einkenni Íslendinga þegar kemur að Street-food.
Einn vinsælasti réttur Skál! frá upphafi er bökuð íslensk bleikja og er mikil eftirvænting Denverbúa að prófa íslenska matargerð.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa