Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Skál opnar í mathöllinni Zeppelin Station í Denver
Skál! veitingastaður á Hlemmi Mathöll opnar í kvöld SKÁL í mathöllinni Zeppelin Station í Denver Colorado.
Zeppelin Station er lifandi svæði þar sem renna saman skrifstofurými og matartorg með mismunandi veitingastöðum sem allir bera fram mat í “Street-food” stíl.
SKÁL vann á dögunum stóra viðurkenningu frá Michelin Guide sem kallast BIB-gourmand sem er veitt stöðum sem veita frammúrskarandi mat á sanngjörnu verði.
Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur og einn eiganda Skál!, er búinn að vera í Denver síðustu tvær vikurnar að undirbúa opnun þessarar staðar í Zeppelin station sem hefur göngu sína í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu.
Það sem Zeppelin Station gerir er að skipta um þema á svæðinu af og til og nú næstu 6 vikurnar er þemað “Made in Reykjavík”. Þar verða einnig til sölu íslenskar hönnunarvörur, íslensk hráefni og fatnaður.

Þessi réttur hefur slegið í gegn hjá Skál, en þar segir á facebook:
„Þegar hugmyndin kom upp að opna stað í Hlemmi Mathöll fórum við að hugsa út í hvernig stað við vildum gera, eini heiti maturinn sem var boðinn fram á Hlemmi þar til að mathöllin opnaði var hin klassíska: Pylsa með öllu. Þetta veitti okkur mikinn innblástur í að skapa staðinn okkar.“
Mynd: Skál / facebook
Mikil leynd hefur ríkt yfir verkefninu hingað til en nú er það orðið opinbert að Skál! verði að bjóða uppá einföldun á sínum matseðli í “Street-food” stíl og þar ber helst að nefna pylsuna sem er orðið einkenni Íslendinga þegar kemur að Street-food.
Einn vinsælasti réttur Skál! frá upphafi er bökuð íslensk bleikja og er mikil eftirvænting Denverbúa að prófa íslenska matargerð.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum