Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Veitingastaðurinn Skál opnar í mathöllinni Zeppelin Station í Denver

Birting:

þann

Gísli Matthías Auðunsson

Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur og einn eiganda Skál
Mynd: aðsend

Skál! veitingastaður á Hlemmi Mathöll opnar í kvöld SKÁL í mathöllinni Zeppelin Station í Denver Colorado.

Zeppelin Station er lifandi svæði þar sem renna saman skrifstofurými og matartorg með mismunandi veitingastöðum sem allir bera fram mat í “Street-food” stíl.

SKÁL vann á dögunum stóra viðurkenningu frá Michelin Guide sem kallast BIB-gourmand sem er veitt stöðum sem veita frammúrskarandi mat á sanngjörnu verði.

Mathöllin Zeppelin Station

Mathöllin Zeppelin Station.
Mynd: zeppelinstation.com

Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur og einn eiganda Skál!, er búinn að vera í Denver síðustu tvær vikurnar að undirbúa opnun þessarar staðar í Zeppelin station sem hefur göngu sína í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu.

Það sem Zeppelin Station gerir er að skipta um þema á svæðinu af og til og nú næstu 6 vikurnar er þemað “Made in Reykjavík”. Þar verða einnig til sölu íslenskar hönnunarvörur, íslensk hráefni og fatnaður.

Skál - Pylsa

Þessi réttur hefur slegið í gegn hjá Skál, en þar segir á facebook:
„Þegar hugmyndin kom upp að opna stað í Hlemmi Mathöll fórum við að hugsa út í hvernig stað við vildum gera, eini heiti maturinn sem var boðinn fram á Hlemmi þar til að mathöllin opnaði var hin klassíska: Pylsa með öllu. Þetta veitti okkur mikinn innblástur í að skapa staðinn okkar.“
Mynd: Skál / facebook

Mikil leynd hefur ríkt yfir verkefninu hingað til en nú er það orðið opinbert að Skál! verði að bjóða uppá einföldun á sínum matseðli í “Street-food” stíl og þar ber helst að nefna pylsuna sem er orðið einkenni Íslendinga þegar kemur að Street-food.

Skál - Bleikja

Einn vinsælasti réttur Skál! frá upphafi er bökuð íslensk bleikja.
Mynd: Skál / facebook

Einn vinsælasti réttur Skál! frá upphafi er bökuð íslensk bleikja og er mikil eftirvænting Denverbúa að prófa íslenska matargerð.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið