Vertu memm

Freisting

Veitingastaðurinn Ráin 20 ára

Birting:

þann

Þann 19. september næstkomandi nær Ráin þeim merka áfanga að eiga 20 ára afmæli.  Það þykir merkisatburður að veitingahús nái svona háum aldri í veitingabransanum og eru fá veitingahús hér á Íslandi sem geta státað af því.

Hjónin Björn Vífill og Nanna opnuðu Ránna árið 1989 þá var Ráin á 2 hæðum, í framhaldi af því var opnuð Ingimundarbúð og er hún í dag notuð undir fundi og fordrykki.  Árið 1999 stækkuðu þau svo aftur við sig og opnuðu Brúnna sem í dag er einn fallegasti veitingastaður á Reykjanesinu.

Ráin er þekkt fyrir góða og sveiganlega þjónustu bæði af starfsfólki í sal sem og í eldhúsi.

Í tilefni 20 ára afmæli Ráarinnar, laugardaginn 19. september verður slegin upp glæsileg afmælisveisla og boðið verður upp á forrétt, Steikarhlaðborð, Kaffi og líkjör á aðeins kr. 4.500.

Áhöfnin á Halastjörnunni mun skemmta gestum ásamt ARIZONA.
(Áhöfnin á Halastjörnunni skipa Gylfi Ægisson, Hemmi Gunn og Ari Jónsson)

Smellið hér til að lesa nánar um afmælisveisluna (Pdf-skjal)

Smellið hér til að fara í sýndaferð um Ránna.

 

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið