Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Veitingastaðurinn Nedre Foss Gård brann til kaldra kola – Vídeó

Birting:

þann

Nedre Foss Gård í Osló

Veitingastaðurinn Nedre Foss Gård í Osló brann til kaldra kola í gærkvöldi.  Engan sakaði.  Húsið Neðri Fossgarður var elsta húsið í Grünerløkka og var nýlega gerð upp fyrir fimmtíu milljón norskra króna, að því er fram kemur á mbl.is.

Nedre Foss Gård í Osló

Tilkynnt var um eldsvoða þar um kl. 18:45 í gærkvöldi en þá var veitingastaðurinn opinn. Hluti af þaki staðarins hrundi um kl. 21 í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en í morgun sem slökkvistarfinu lauk.

Nedre Foss Gård í Osló

Talið er að eldurinn hafi læst sig í loftræstikerfi staðarins út frá grilli, að því er kemur fram á vef Aftenposten.

Nánar á osloby.no hér, en heimasíðan var nýbúin að birta lista yfir bestu veitingastaði í Osló og var veitingastaðurinn Nedre Foss Gård einmitt á þeim lista.

Nedre Foss Gård í Osló

Skrunið niður til að sjá myndband af brunanum.

Nedre Foss Gård var á tveimur hæðum og á neðri hæðinni er borðsalur og á efri hæðinni er brugghús þar sem hægt er að fá 28 tegundir af bjór á krana frá mismunandi bruggsmiðjum ásamt þeirra eigin.

Nedre Foss Gård í Osló

Nedre Foss Gård í Osló

Yfirkokkurinn Mats Vaulen

Yfirkokkur Nedre Foss Gård er Mats Vaulen og er vel þekktur matreiðslumaður í Noregi.  Á matseðli er t.a.m. ostrur, ostar lagaðir á staðnum, „Rakfisk“ einn af þjóðarréttum Norðmanna.

Nedre Foss Gård í Osló

Starfsfólk í eldhúsinu á Nedre Foss Gård

Viðargrillið lék stórt hlutverk á matseðlinum en talið er að eldurinn hafi læst sig í loftræstikerfi staðarins út frá grillinu, en á meðal rétta frá grillinu var norski humarinn, Jerusalem ætiþistla, grísakjöt, heimalagaðar pulsur, Entrecôte frá sláturhúsi rétt hjá Nedre Foss Gård, þorskhnakka.

Nedre Foss Gård í Osló

Viðargrillið lék stórt hlutverk á veitingastaðnum

Nedre Foss Gård í Osló

Talið er að eldurinn hafi læst sig í loftræstikerfi staðarins út frá grillinu

Mats Vaulen bauð upp á klassíska norska rétti unnar frá grunni.

Myndir frá framkvæmdum

Myndband af brunanum

 

Myndir af brunanum: skjáskot úr myndbandi.

Myndir af staðnum og matnum: af facebook síðu Nedre Foss Gård.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið