Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðurinn Nedre Foss Gård brann til kaldra kola – Vídeó
Veitingastaðurinn Nedre Foss Gård í Osló brann til kaldra kola í gærkvöldi. Engan sakaði. Húsið Neðri Fossgarður var elsta húsið í Grünerløkka og var nýlega gerð upp fyrir fimmtíu milljón norskra króna, að því er fram kemur á mbl.is.
Tilkynnt var um eldsvoða þar um kl. 18:45 í gærkvöldi en þá var veitingastaðurinn opinn. Hluti af þaki staðarins hrundi um kl. 21 í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en í morgun sem slökkvistarfinu lauk.
Talið er að eldurinn hafi læst sig í loftræstikerfi staðarins út frá grilli, að því er kemur fram á vef Aftenposten.
Nánar á osloby.no hér, en heimasíðan var nýbúin að birta lista yfir bestu veitingastaði í Osló og var veitingastaðurinn Nedre Foss Gård einmitt á þeim lista.
Skrunið niður til að sjá myndband af brunanum.
Nedre Foss Gård var á tveimur hæðum og á neðri hæðinni er borðsalur og á efri hæðinni er brugghús þar sem hægt er að fá 28 tegundir af bjór á krana frá mismunandi bruggsmiðjum ásamt þeirra eigin.
Yfirkokkur Nedre Foss Gård er Mats Vaulen og er vel þekktur matreiðslumaður í Noregi. Á matseðli er t.a.m. ostrur, ostar lagaðir á staðnum, „Rakfisk“ einn af þjóðarréttum Norðmanna.
Viðargrillið lék stórt hlutverk á matseðlinum en talið er að eldurinn hafi læst sig í loftræstikerfi staðarins út frá grillinu, en á meðal rétta frá grillinu var norski humarinn, Jerusalem ætiþistla, grísakjöt, heimalagaðar pulsur, Entrecôte frá sláturhúsi rétt hjá Nedre Foss Gård, þorskhnakka.
Mats Vaulen bauð upp á klassíska norska rétti unnar frá grunni.
Myndir frá framkvæmdum
Myndband af brunanum
Myndir af brunanum: skjáskot úr myndbandi.
Myndir af staðnum og matnum: af facebook síðu Nedre Foss Gård.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila