Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðurinn Nedre Foss Gård brann til kaldra kola – Vídeó
Veitingastaðurinn Nedre Foss Gård í Osló brann til kaldra kola í gærkvöldi. Engan sakaði. Húsið Neðri Fossgarður var elsta húsið í Grünerløkka og var nýlega gerð upp fyrir fimmtíu milljón norskra króna, að því er fram kemur á mbl.is.
Tilkynnt var um eldsvoða þar um kl. 18:45 í gærkvöldi en þá var veitingastaðurinn opinn. Hluti af þaki staðarins hrundi um kl. 21 í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en í morgun sem slökkvistarfinu lauk.
Talið er að eldurinn hafi læst sig í loftræstikerfi staðarins út frá grilli, að því er kemur fram á vef Aftenposten.
Nánar á osloby.no hér, en heimasíðan var nýbúin að birta lista yfir bestu veitingastaði í Osló og var veitingastaðurinn Nedre Foss Gård einmitt á þeim lista.
Skrunið niður til að sjá myndband af brunanum.
Nedre Foss Gård var á tveimur hæðum og á neðri hæðinni er borðsalur og á efri hæðinni er brugghús þar sem hægt er að fá 28 tegundir af bjór á krana frá mismunandi bruggsmiðjum ásamt þeirra eigin.
Yfirkokkur Nedre Foss Gård er Mats Vaulen og er vel þekktur matreiðslumaður í Noregi. Á matseðli er t.a.m. ostrur, ostar lagaðir á staðnum, „Rakfisk“ einn af þjóðarréttum Norðmanna.
Viðargrillið lék stórt hlutverk á matseðlinum en talið er að eldurinn hafi læst sig í loftræstikerfi staðarins út frá grillinu, en á meðal rétta frá grillinu var norski humarinn, Jerusalem ætiþistla, grísakjöt, heimalagaðar pulsur, Entrecôte frá sláturhúsi rétt hjá Nedre Foss Gård, þorskhnakka.
Mats Vaulen bauð upp á klassíska norska rétti unnar frá grunni.
Myndir frá framkvæmdum
Myndband af brunanum
Myndir af brunanum: skjáskot úr myndbandi.
Myndir af staðnum og matnum: af facebook síðu Nedre Foss Gård.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit