Sverrir Halldórsson
Veitingastaðurinn Kol – Veitingarýni
Ég skrapp um daginn í hádeginu á veitingastaðinn Kol við Skólavörðustíg 40, til að fá mér snæðing og fer upplifunin fram skriflega hér að neðan.
Tekið var á móti manni með bros á vör og boðið sæti, matseðillinn afhentur, vatni hellt í glasið og spurt hvor mætti bjóða mér eitthvað meira að drekka og var beðið um diet kók á kantinn.
Svo skoðaði ég matseðillinn og pantaði mér eftirfarandi:
Fyrst kom heimabakað maltsúrdeigsbrauð með þeyttu smjöri, alveg himneskt.
Mjög ferskt bragð og hreinn unaður að borða.
Kjötið var alveg ævintýralega meyrt og steikingin nánast fullkominn,meðlætið tónaði vel saman við og soðsósan batt allt saman þannig að úr var hörkuréttur.
Mjög mild og góð bragð samsetning, eina að basil olían er það bragðmikil að það mætti minnka magn um helming, því annars stelur hún bragðinu.
Svakalega skemmtileg og mild samsetning á súkkulaði og appelsínu.
Niðurstaðan er ljúf eldamennska með vísan í klassíkina, mjög góður matur, frábær þjónusta og sá sem sá um að taka á móti gestum er hreint út sagt þjónn af guðs náð, ég væri alveg til í að sitja út í horni og fylgjast með honum vinna, því miður er svona vinnubrögð að verða frekar sjældgæf.
Þessi steik er reyndar mjaðmasteik og var oft kölluð skudsteik í gamla daga, frábær vöðvi.
Það sem mér finnst matreiðslumenn leggja meiri áherslu er annars vegar að vinna allt frá grunni, hins vegar að þeir eru farnir að nota ódýrari vöðva skepnunnar og er það vel og fullt tilefni til að hrósa þeim.
Ég gekk sæll og glaður út á hækjunum út í bíl sem beið mín.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri














