Freisting
Veitingastaðurinn Caruso opnar í Torrevieja á Spáni
(T.h.) Ólafur R. Eyvindsson yfirmatreiðslumaður á Caruso á Spáni
ásamt Ívari Loga Sigurbergssyni
Það ættu margir sælkerar þekkja hinn margrómaða ítalska veitingastað Caruso á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Nú hafa sömu eigendur í samstarfi við aðila á Torreviejasvæðinu opnað samskonar veitingarstað í Torreviejaborg.
Hinn nýji Caruso í Torrevieja er í svipuðum stíl og hér á Íslandi og þar á meðal matseðillinn. Það er ekki amalegt að fá íslensku mælandi þjón á ítölskum veitingastað á Spáni.
Íslenska fasteigna- og leigumiðlunin Spain Casa hafði þetta segja eftir heimsókn þeirra á Caruso á Spáni:
Við hjá Spain-Casa urðum mikillar ánægju aðnjótandi í fyrrakvöld er okkur var boðið að eiga kvöldstund á veitingastaðnum Caruso. Er þess skemmst að minnast að þessi heimsókn var afar ánægjuleg í alla staði. Fyrst er nú að minnast á umhverfið en stór og góður garður er fyrir framan veitingastaðinn, þar getur fjöldi manns setið að snæðingi.
Í garðinum er einnig varðeldur og leikaðstaða fyrir börn. Að innan er staðurinn síðan allur hinn glæsilegasti og sæmir hvaða veislu sem er. Boðið er uppá frábæran matseðil og er hægt að fá fjölda rétta á hagstæðu verði. Á hverjum degi til klukkan fimm er síðan boðið uppá (menu del dia) sem er þriggja rétta máltíð fyrir rúmar 10. Síðan er yfirleitt boðið uppá lifandi tónlist í garðinum og er þess skemmst að minnast er Eyjólfur Kristjánsson skemmti gestum.
Öll þjónusta er fyrsta flokks og var auðséð af fjölda Spánverja sem lögðu leið sína á staðinn meðan við vorum þar að staðurinn er ekki eingöngu að höfða til Íslendinga. Enda er nú svo komið þrátt fyrir að staðurinn sé tiltölulega nýopnaður að t.d. um helgar er eiginlega nauðsynlegt að panta borð.
Caruso er staður sem við mælum 100% með, góður matur, góð þjónusta og gott umhverfi með aðstöðu fyrir börnin. Síðan minnum við einnig á akstursþjónustu okkar ef fólk þarf á akstri á staðinn að halda.
Smellið hér til að skoða myndir af staðnum.
Við hér hjá Freisting.is óskum eigendum til hamingju með staðinn og von um gott gengi.
/Smári | Myndir: Facebook síða Ólafs Ragnars og frá Heimasíðu Caruso.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé