Frétt
Veitingastaður með íslenska lambið í öndvegi er einn heitasti Vegan staðurinn á Íslandi
Það vekur athygli að sjá veitingastað þar sem íslenskt lamb er í aðalhlutverki á lista yfir Vegan veitingastaði sem vert er að heimsækja.
VegNews mælir með að Vegan áhugafólk heimsæki veitingastaðinn Lamb Street Food á Granda. Í grein VegNews er einnig mælt með Friðheima, Gló, Nostra, Kaffi Vinyl, Egill Jacobsen og Slippnum í Vestmannaeyjum.
Veitingastaðurinn Lamb Street Food opnaði s.l. vor og á stuttum tíma hefur staðurinn getið sér gott orð hérlendis sem erlendis og er t.a.m. með fullt hús stiga á TripAdvisor.
VegNews mælir með falafel réttinum hjá Lamb Street Food, sem er heimalagað ásamt flatbrauðinu þeirra. Sósan með falafel er einstaklega góð en hún inniheldur meðal annars apríkósum, kóríander, túrmerik og kókosmjólk.
Það er Rita Didriksen sem er eigandi Lamb Street Food.
Tímaritið VegNews flytur fréttir um allt sem tengist Vegan menningunni. Tímaritið er selt út um allan heim og um 2.5 milljón manns heimsækja vefinn á hverjum mánuði sem birtir fréttir, uppskriftir, viðtöl og margt fleira.
Myndir: facebook / Lamb Street Food
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana