Frétt
Veitingastaður með íslenska lambið í öndvegi er einn heitasti Vegan staðurinn á Íslandi
Það vekur athygli að sjá veitingastað þar sem íslenskt lamb er í aðalhlutverki á lista yfir Vegan veitingastaði sem vert er að heimsækja.
VegNews mælir með að Vegan áhugafólk heimsæki veitingastaðinn Lamb Street Food á Granda. Í grein VegNews er einnig mælt með Friðheima, Gló, Nostra, Kaffi Vinyl, Egill Jacobsen og Slippnum í Vestmannaeyjum.
Veitingastaðurinn Lamb Street Food opnaði s.l. vor og á stuttum tíma hefur staðurinn getið sér gott orð hérlendis sem erlendis og er t.a.m. með fullt hús stiga á TripAdvisor.
VegNews mælir með falafel réttinum hjá Lamb Street Food, sem er heimalagað ásamt flatbrauðinu þeirra. Sósan með falafel er einstaklega góð en hún inniheldur meðal annars apríkósum, kóríander, túrmerik og kókosmjólk.
Það er Rita Didriksen sem er eigandi Lamb Street Food.
Tímaritið VegNews flytur fréttir um allt sem tengist Vegan menningunni. Tímaritið er selt út um allan heim og um 2.5 milljón manns heimsækja vefinn á hverjum mánuði sem birtir fréttir, uppskriftir, viðtöl og margt fleira.
Myndir: facebook / Lamb Street Food
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt18 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu








