Sverrir Halldórsson
Veitingastaður býður fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum
Vínmenningin þróast hratt á Íslandi og nú geta vínnördarnir komið með sitt eigið vín á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, en nú býður veitingastaðurinn Le Bistro á Laugavegi fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum.
Staðurinn rukkar 2.900 krónur í svokallað tappagjald fyrir þjónustuna sem er nú í boði í fyrsta skipti á Íslandi, segir í frétt á nutiminn.is.
Arnór Stefán Bohic á Le Bistro segir þjónustuna þekkjast víða erlendis þó hún sé vissulega svolítið sérstök.
Svo er voðalega mismunandi hvað fólki finnst um þetta,
segir hann í samtali við nutiminn.is.
Hann gantast með að þjónustan henti kannski helst hálfgerðum vínnördum sem eiga góða flösku heima sem þeir vilja drekka á veitingastað með vinum.
Þetta getur verið spennandi fyrir fólk sem á sérstaka flösku og vill taka hana með og njóta hjá okkur.
Hann bætir þó við að staðurinn býður einnig upp á gott úrval af vínum. Það er nutiminn.is sem greinir frá.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






