Sverrir Halldórsson
Veitingastaður býður fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum
Vínmenningin þróast hratt á Íslandi og nú geta vínnördarnir komið með sitt eigið vín á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, en nú býður veitingastaðurinn Le Bistro á Laugavegi fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum.
Staðurinn rukkar 2.900 krónur í svokallað tappagjald fyrir þjónustuna sem er nú í boði í fyrsta skipti á Íslandi, segir í frétt á nutiminn.is.
Arnór Stefán Bohic á Le Bistro segir þjónustuna þekkjast víða erlendis þó hún sé vissulega svolítið sérstök.
Svo er voðalega mismunandi hvað fólki finnst um þetta,
segir hann í samtali við nutiminn.is.
Hann gantast með að þjónustan henti kannski helst hálfgerðum vínnördum sem eiga góða flösku heima sem þeir vilja drekka á veitingastað með vinum.
Þetta getur verið spennandi fyrir fólk sem á sérstaka flösku og vill taka hana með og njóta hjá okkur.
Hann bætir þó við að staðurinn býður einnig upp á gott úrval af vínum. Það er nutiminn.is sem greinir frá.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit