Starfsmannavelta
Veitingastaðir hætta og nýir eigendur á vinsælum veitingastöðum
Hrói Höttur hefur lokað stöðunum sínum sem staðsettir voru í Skeifunni og í Hafnarfirði og eru nú staðsettir við Hringbrautina, Smiðjuvegi 2 og opnað nýjan stað í Austurstræti þar sem Subway var áður til húsa.
Nú nýlega keypti eigendur af Caruso hinn vinsæla veitingastað Tapashúsið við Ægisgarð 2 í Sólseturhúsinu og tóku við af honum 28. október s.l.
Nýr eigandi af Sólon, en það er körfuboltamaðurinn Jón Sigurðsson.
Jóhann Jakobsson matreiðslumeistari er búinn að kaupa veitingastaðinn Madonna við Rauðarástíg.
Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson matreiðslumenn oftast kenndir við Humarhúsið hafa selt Forréttabarinn við Tryggvagötu og nýir eigendur eru þeir Bento Guerreiro og Nuno Alexandre Bentim Servo sem jafnframt eru eigendur af Tapasbarnum og Sushi Samba. Ottó og Guðmundur eru áfram með Humarhúsið.
Nýir eigendur eru af Veitingastaðnum Harry’s á Rauðarárstíg en þau Einar Kristbjörnsson og Gemma Kristbjörnsson frá Filipseyjum keyptu staðinn af þeim veitingahjónum Kristjáni Kristjánssyni framreiðslumeistara og Aralyn Kristjánsson kölluð Lolong. Enn sem komið er einungis opið á kvöldin hjá þeim.
Mynd: Skjáskot af google maps
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt