Starfsmannavelta
Veitingastaðir hætta og nýir eigendur á vinsælum veitingastöðum
Hrói Höttur hefur lokað stöðunum sínum sem staðsettir voru í Skeifunni og í Hafnarfirði og eru nú staðsettir við Hringbrautina, Smiðjuvegi 2 og opnað nýjan stað í Austurstræti þar sem Subway var áður til húsa.
Nú nýlega keypti eigendur af Caruso hinn vinsæla veitingastað Tapashúsið við Ægisgarð 2 í Sólseturhúsinu og tóku við af honum 28. október s.l.
Nýr eigandi af Sólon, en það er körfuboltamaðurinn Jón Sigurðsson.
Jóhann Jakobsson matreiðslumeistari er búinn að kaupa veitingastaðinn Madonna við Rauðarástíg.
Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson matreiðslumenn oftast kenndir við Humarhúsið hafa selt Forréttabarinn við Tryggvagötu og nýir eigendur eru þeir Bento Guerreiro og Nuno Alexandre Bentim Servo sem jafnframt eru eigendur af Tapasbarnum og Sushi Samba. Ottó og Guðmundur eru áfram með Humarhúsið.
Nýir eigendur eru af Veitingastaðnum Harry’s á Rauðarárstíg en þau Einar Kristbjörnsson og Gemma Kristbjörnsson frá Filipseyjum keyptu staðinn af þeim veitingahjónum Kristjáni Kristjánssyni framreiðslumeistara og Aralyn Kristjánsson kölluð Lolong. Enn sem komið er einungis opið á kvöldin hjá þeim.
Mynd: Skjáskot af google maps

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun1 dagur síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt1 dagur síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf