Starfsmannavelta
Veitingastaðir hætta og nýir eigendur á vinsælum veitingastöðum
Hrói Höttur hefur lokað stöðunum sínum sem staðsettir voru í Skeifunni og í Hafnarfirði og eru nú staðsettir við Hringbrautina, Smiðjuvegi 2 og opnað nýjan stað í Austurstræti þar sem Subway var áður til húsa.
Nú nýlega keypti eigendur af Caruso hinn vinsæla veitingastað Tapashúsið við Ægisgarð 2 í Sólseturhúsinu og tóku við af honum 28. október s.l.
Nýr eigandi af Sólon, en það er körfuboltamaðurinn Jón Sigurðsson.
Jóhann Jakobsson matreiðslumeistari er búinn að kaupa veitingastaðinn Madonna við Rauðarástíg.
Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson matreiðslumenn oftast kenndir við Humarhúsið hafa selt Forréttabarinn við Tryggvagötu og nýir eigendur eru þeir Bento Guerreiro og Nuno Alexandre Bentim Servo sem jafnframt eru eigendur af Tapasbarnum og Sushi Samba. Ottó og Guðmundur eru áfram með Humarhúsið.
Nýir eigendur eru af Veitingastaðnum Harry’s á Rauðarárstíg en þau Einar Kristbjörnsson og Gemma Kristbjörnsson frá Filipseyjum keyptu staðinn af þeim veitingahjónum Kristjáni Kristjánssyni framreiðslumeistara og Aralyn Kristjánsson kölluð Lolong. Enn sem komið er einungis opið á kvöldin hjá þeim.
Mynd: Skjáskot af google maps
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum