Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnar á Íslandi
Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk mun opna sína fyrstu veitingastaði á Íslandi í nóvember næstkomandi.
Áætlað er að opna 3-4 veitingastaði á Höfuðborgarsvæðinu á næstu 12 mánuðum.
Wok to Walk er stærsta keðja af Wok veitingastöðum í Evrópu og rekur yfir 100 veitingastaði meðal annars í London, Barcelona, Amsterdam og New York. Á meðal rétta á matseðli er Pad thai, núðluréttir, kjúklingaréttir, Donburi, grillaður kjúklingur í karrý, grænmetisréttir, svo fátt eitt sé nefnt.
Allir starfsmenn fá góða þjálfun, en hún fer fram í höfuðsstöðvum veitingastaðkeðjunnar í Barcelona. Flug, gisting og uppihald borgað af vinnuveitanda.
Framkvæmdastjóri Wok to Walk á Íslandi er Einar Örn Einarsson, sem hefur yfir 20 ára reynslu af stofnun og rekstri veitingastaða á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.
Mynd: woktowalk.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






