Starfsmannavelta
Veitingaskálinn í Skaftafelli verður lokaður í apríl
Veitingasala Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli verður lokuð frá 1.-30. apríl 2019.
Í Skaftafelli eru margar náttúruperlur og áhersla hefur verið lögð á að gefa gestum kost á góðum gönguleiðum til að geta notið útivistar með sem minnstri truflun af ökutækjum, að því er fram kemur í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Gestum hefur fjölgað mjög hratt síðustu árin og nú dreifast heimsóknirnar yfir allt árið í stað þess að vera einungis á sumrin eins og var fyrstu áratugi þjóðgarðsins. Það er ánægjuleg þróun þegar horft er til þess að fyrir fáeinum árum var það markmið margra að skapa heilsársstörf í ferðaþjónustu.
Síðustu árin hefur þjóðgarðurinn rekið veitingasölu í Skaftafelli. Í haust ályktaði stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðs suðursvæðis um að þörf væri fyrir veitingarekstur á svæðinu en að sá rekstur væri ekki hluti af kjarnastarfsemi þjóðgarðsins.
Þjóðgarðurinn auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér veitingareksturinn, en þrátt fyrir ágæt viðbrögð við auglýsingunni komu engin tilboð í veitingareksturinn. Skortur á starfsmannahúsnæði var álitinn helsti þröskuldur fyrir mögulega tilboðsgjafa.
Nú er verið að fara yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni. Þar sem stjórn og svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs hafði lagt til að veitingareksturinn yrði leigður út var ekki gert ráð fyrir honum í rekstraráætlun þjóðgarðsins.
Þjóðgarðurinn þarf eins og aðrar ríkisstofnanir að starfa í samræmi við fjárheimildir og í ljósi stöðunnar hefur verið tekin ákvörðun um að loka veitingasölunni í Skaftafelli í aprílmánuði á meðan unnið er að lausnum til lengri tíma.
Mynd: vatnajokulsthjodgardur.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt