Vertu memm

Veitingarýni

Veitingarýni: Hlýleg stemning og ferskir réttir í hjarta Húsavíkur – Salka Restaurant

Birting:

þann

Veitingarýni: Hlýleg stemning og ferskir réttir í hjarta Húsavíkur - Salka Restaurant - Veitingastaður

Við Garðarsbraut 6 á Húsavík stendur Salka Restaurant, vinsæll veitingastaður meðal heimamanna og ferðamanna. Þar mætast íslenskt sjávarfang, vandaðir réttir og notaleg stemning í glæsilegu húsi, reist árið 1883, áður heimili gömlu kaupfélagshúsanna.

Flottur veitingastaður, en þar ríkir hlý og notaleg stemning sem endurspeglar bæði sögu byggingarinnar og metnað í matargerð.

Veitingarýni: Hlýleg stemning og ferskir réttir í hjarta Húsavíkur - Salka Restaurant - Veitingastaður

Staðurinn er á þremur hæðum og voru fyrstu tvær hæðirnar fullbókaðar þegar við komum, en okkur var boðið upp á borð á efstu hæð. Innréttingar eru stílhreinar, viðarklæðning setur hlýlegan tón og retró stíllinn bætir enn við heildarupplifunina.

Þjónustan var að mestu góð. Þótt við lentum á nýliða sem greinilega var í þjálfun, þá var alltaf stutt í reyndan þjón sem fylgdist grannt með og kom inn þegar þurfti. Starfsfólkið var almennt kurteist og almennilegt.

Veitingarýni: Hlýleg stemning og ferskir réttir í hjarta Húsavíkur - Salka Restaurant - Veitingastaður

Matseðillinn er fjölbreyttur og hefur ákveðin sérkenni, þar má finna áhugaverða rétti sem sjaldan sjást annars staðar á landinu. Við pöntuðum bleikju með kremuðu bankabyggi og ristuðu grænmeti (5.830 kr.). Rétturinn var flott eldaður, stór skammtur og bragðið framúrskarandi. Brauðstangir með sósu (2.130 kr.) komu einnig vel út.

Vegan pizzan (12″, 5.050 kr.) með vegan osti, papriku, rauðlauk, svörtum ólífum og sveppum var einstaklega góð, þunnur, glútenlaus botn sem hélt sér vel og hafði ljúffengan keim.

Salka Restaurant sameinar góða stemningu, ferskt hráefni og skemmtilega stemmingu í hjarta þessa litríka sjávarbæjar. Mæli hiklaust með staðnum fyrir alla sem eiga leið um Húsavík.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið