Veitingarýni
Veitingarýni: Hlýleg stemning og ferskir réttir í hjarta Húsavíkur – Salka Restaurant
Við Garðarsbraut 6 á Húsavík stendur Salka Restaurant, vinsæll veitingastaður meðal heimamanna og ferðamanna. Þar mætast íslenskt sjávarfang, vandaðir réttir og notaleg stemning í glæsilegu húsi, reist árið 1883, áður heimili gömlu kaupfélagshúsanna.
Flottur veitingastaður, en þar ríkir hlý og notaleg stemning sem endurspeglar bæði sögu byggingarinnar og metnað í matargerð.
Staðurinn er á þremur hæðum og voru fyrstu tvær hæðirnar fullbókaðar þegar við komum, en okkur var boðið upp á borð á efstu hæð. Innréttingar eru stílhreinar, viðarklæðning setur hlýlegan tón og retró stíllinn bætir enn við heildarupplifunina.
Þjónustan var að mestu góð. Þótt við lentum á nýliða sem greinilega var í þjálfun, þá var alltaf stutt í reyndan þjón sem fylgdist grannt með og kom inn þegar þurfti. Starfsfólkið var almennt kurteist og almennilegt.
Matseðillinn er fjölbreyttur og hefur ákveðin sérkenni, þar má finna áhugaverða rétti sem sjaldan sjást annars staðar á landinu. Við pöntuðum bleikju með kremuðu bankabyggi og ristuðu grænmeti (5.830 kr.). Rétturinn var flott eldaður, stór skammtur og bragðið framúrskarandi. Brauðstangir með sósu (2.130 kr.) komu einnig vel út.
Vegan pizzan (12″, 5.050 kr.) með vegan osti, papriku, rauðlauk, svörtum ólífum og sveppum var einstaklega góð, þunnur, glútenlaus botn sem hélt sér vel og hafði ljúffengan keim.
Salka Restaurant sameinar góða stemningu, ferskt hráefni og skemmtilega stemmingu í hjarta þessa litríka sjávarbæjar. Mæli hiklaust með staðnum fyrir alla sem eiga leið um Húsavík.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar










