Freisting
Veitingamaður dæmdur til að greiða 35 milljónir
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt veitingamann í Vestmannaeyjum í átta mánaða fangelsi og til að greiða 35 milljónir í sekt vegna skattalagabrots. Maðurinn var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi Lundans-veitingahúss í Vestmannaeyjum þegar brotin voru framin.
Manninum var gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum vegna uppgjörstímabilanna frá janúar 2003 og fram á seinni hluta árs 2005. Þá var honum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattframtölum gjaldárin 2004 til 2005 vegna tekna rekstrarárin 2003 og 2004, og þannig ekki talið fram til skatts fjármuni sem skattskyldir eru lögum um tekjuskatt.
Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en dómari í málinu taldi óumdeilt að maðurinn hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma. Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur til sex mánaða fangelsi.
Greint frá á Dv.is
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu