Freisting
Veitingamaður dæmdur til að greiða 35 milljónir
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt veitingamann í Vestmannaeyjum í átta mánaða fangelsi og til að greiða 35 milljónir í sekt vegna skattalagabrots. Maðurinn var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi Lundans-veitingahúss í Vestmannaeyjum þegar brotin voru framin.
Manninum var gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum vegna uppgjörstímabilanna frá janúar 2003 og fram á seinni hluta árs 2005. Þá var honum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattframtölum gjaldárin 2004 til 2005 vegna tekna rekstrarárin 2003 og 2004, og þannig ekki talið fram til skatts fjármuni sem skattskyldir eru lögum um tekjuskatt.
Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en dómari í málinu taldi óumdeilt að maðurinn hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma. Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur til sex mánaða fangelsi.
Greint frá á Dv.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?