Neminn
Veitingahúsið Strikið leitar að matreiðslunema á samning
Veitingahúsið Strikið við Skipagötu 14 á Akureyri þar sem gamli og góði Fiðlarinn var, leitar að matreiðslunema á samning.
Haft var samband við einn af eigendum staðarins hann Valdemar Pálsson matreiðslumeistara, til að forvitnast aðeins um veitingastaðinn. Valdemar eða Valli eins og hann er kallaður dags daglega var hress að vanda þó að allt væri á fullu við undirbúning fyrir kvöldið.
Til að byrja með þá var Valli spurður um vaktarfyrirkomulagið í eldhúsinu, en það eru hefbundar vaktir, þ.e.a.s. 12 tíma kerfi og 15 daga í mánuði.
Hvað eru margir faglærðir að vinna á vakt í eldhúsinu?
Á vakt starfar 1 faglærður matreiðslumaður, ásamt 1 nema
Hvað er opnunartími eldhússins?
Opnunartími er frá 11:30 til 22:00 virka daga vikunnar, en til 23:00 um helgar
Aldurstakmark?
Ekkert aldurstakmark er á nema, þó er æskilegt að menn hafi náð 18 ára aldri.
Hvaða möguleikar eru á húsnæði fyrir tilvonandi nema?
Leigumarkaður hér á Akureyri er ágætur, herbergi er á um 20-35 þúsund og 2 herbergja er á um 50-60 þúsund. Gætum aðstoðað tilvonanadi nema við að finna sér íbúð. Duglegur nemi getur haft ágæt laun.
Freisting.is vill þakka Valdemar fyrir spjallið og mælir eindregið með því að þeir sem áhuga á að gerast matreiðslumenn, að sækja um námsamning á Strikinu enda ófáir snillingar sem hafa lært fræðin sín á Akureyri.
Nokkrar staðreyndir um Veitingahúsið Strikið:
- Nafn: Veitingahúsið Strikið
- Heimilisfang: Skipagötu 14
- Póstfang: 600 Akureyri
- Salir: Strikið | Parken
- Hóf rekstur: 22. des 2005
- Heimasíða: www.strikid.is
- Eigendur:
- Valdemar Pálsson
Matreiðslumeistari - Sigurður Karl Jóhannson
Framleiðslumaður - St. Heba Finnsdóttir
Framleiðslumeistari - Jóhann Ingi Davíðsson
Framleiðslumaður - Allir eigendur vinna á staðnum
Leitið upplýsingar um námsamning:
- Nafn: Valdemar Pálsson
- Gsm: 659-4149
- Sími: 462-7100
- Netfang: [email protected]
Mynd/strikid.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala