Vertu memm

Starfsmannavelta

Veitingahúsakeðja lokar 150 veitingastöðum eftir gífurlegt tap á þessu ári

Birting:

þann

Wagamama

Wagamama

Breska veitingahúsakeðjan „Restaurant Group“ stefnir á að loka yfir 150 veitingastöðum og er það hluti af endurskipulagningu í kjölfar yfirtöku á Wagamama.

Á síðasta ári keypti Restaurant Group, sem einnig rekur Frankie & Benny’s, Chiquito, Garfunkel’s og Coast to Coast, Wagamama fyrir 559 milljónir punda.

Wagamama er bresk veitingahúsakeðja sem á og rekur yfir 190 veitingastaði sem sérhæfir sig í asískum og japönskum mat.

Á fyrri helmingi þessa árs tapaði Restaurant Group 87,7 milljóna punda fyrir skatt. Um 88 Chiquito og Frankie & Benny veitingastaðir munu einnig loka á næstu sex árum. Eftir þessa tiltekt mun Restaurant Group eiga um 352 veitingastaði en þó verða 15 veitingastaðir breytt í Wagamama veitingastaði.

Mynd: trgplc.com (Heimasíða Restaurant Group)

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið