Bjarni Gunnar Kristinsson
Veitingageirasnappið í för með besta kokki í heimi
Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpu og Georg Arnar Halldórsson yfirmatreiðslumaður Kolabrautarinnar eru nú á ferðalagi á Ítalíu ásamt mökum í sannkallaðri sælkeraferð. Þau fara á meðal annars á hátíð á Ítalíu þar sem margir af fremstu matreiðslumeisturum heims sýna listir sínar og bjóða upp á rétti frá sínum veitingastöðum.
Georg og Bjarni verða fulltrúar Íslands á hátíðinni og verða þeir með tvo Íslenska rétti í boði:
- Plokkfisk í nýjum búning sem þróaður var fyrir matarþingið í Hörpu nú á dögunum.
- Súkkulaði Omnom eftirétt að hætti Kolabrautarinnar með rauðrófusafa, hindberjum og ýmsu góðgæti.
Sjá einnig: Flottir og framandi réttir úr íslensku hráefni
„Við förum út á vegum Leifs Kolbeinssonar og félaga sem eru með mikla tengingu við Ítalíu eftir öll sín ár á La primavera og í Hörpu með Kolabrautina sem hefur tekið Íslensk hráefni með innblástur og hefðir Ítalíu og Miðjarðarhafsins“,
sagði Bjarni Gunnar Kristinsson í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um ferðalagið þeirra.
Á Snapchat-i veitingageirans má sjá einkabílstjórann þeirra í byrjun ferðalagsins, en það er enginn annar en meistarinn sjálfur, Massimo Bottura eigandi Osteria Francescana besta veitingastaðar í heimi. Ekki amalegt það!
Fylgist vel
Fylgist vel með á snapchat: veitingageirinn, en þeir Bjarni og Georg verða með snappið næstu daga.
Myndir: skjáskot úr snappi veitingageirans
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum