Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingaeldhúsi á Dalvík lokað í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin
Fjöldi fólks á Dalvík fékk matareitrun í fyrradag eftir að hafa borðað heimsendan mat frá veitingaeldhúsi sem rekið er á staðnum.
Fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra voru kallaðir til Dalvíkur til að rannsaka málið frekar og heimildir herma að líklegt sé að djúpsteiktar rækjur séu orsök matareitrunarinnar, að því er fram kemur á ruv.is.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur stöðvað rekstur veitingaeldhúss á Dalvík í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin. Um er að ræða rekstur í eldhúsi í Grunnskólans á Dalvík á vegum fólks sem fékk eldhúsið leigt.
Þórey Agnarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, segir í samtali við ruv.is að um viðurkennt eldhús sé að ræða með gilt starfsleyfi. Þar var gefið tímabundið leyfi til veitingareksturs og grunur leikur á að þangað megi rekja matareitrun sem fjöldi fólks á Dalvík fékk á miðvikudagskvöld.
Þórey segir að tekið hafi verið sýni úr mat frá eldhúsinu og niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum. Á meðan hefur veitingareksturinn þar verið stöðvaður, en greint er frá þessu á vef ruv.is.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin