Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingaeldhúsi á Dalvík lokað í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin
Fjöldi fólks á Dalvík fékk matareitrun í fyrradag eftir að hafa borðað heimsendan mat frá veitingaeldhúsi sem rekið er á staðnum.
Fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra voru kallaðir til Dalvíkur til að rannsaka málið frekar og heimildir herma að líklegt sé að djúpsteiktar rækjur séu orsök matareitrunarinnar, að því er fram kemur á ruv.is.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur stöðvað rekstur veitingaeldhúss á Dalvík í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin. Um er að ræða rekstur í eldhúsi í Grunnskólans á Dalvík á vegum fólks sem fékk eldhúsið leigt.
Þórey Agnarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, segir í samtali við ruv.is að um viðurkennt eldhús sé að ræða með gilt starfsleyfi. Þar var gefið tímabundið leyfi til veitingareksturs og grunur leikur á að þangað megi rekja matareitrun sem fjöldi fólks á Dalvík fékk á miðvikudagskvöld.
Þórey segir að tekið hafi verið sýni úr mat frá eldhúsinu og niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum. Á meðan hefur veitingareksturinn þar verið stöðvaður, en greint er frá þessu á vef ruv.is.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu






