Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Veitingaeldhúsi á Dalvík lokað í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin

Birting:

þann

Djúpsteiktar rækjur Talið er að djúpsteiktar rækjur séu orsök matareitrunarinnar

Djúpsteiktar rækjur
Talið er að djúpsteiktar rækjur séu orsök matareitrunarinnar

Fjöldi fólks á Dalvík fékk matareitrun í fyrradag eftir að hafa borðað heimsendan mat frá veitingaeldhúsi sem rekið er á staðnum.

Fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra voru kallaðir til Dalvíkur til að rannsaka málið frekar og heimildir herma að líklegt sé að djúpsteiktar rækjur séu orsök matareitrunarinnar, að því er fram kemur á ruv.is.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur stöðvað rekstur veitingaeldhúss á Dalvík í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin.  Um er að ræða rekstur í eldhúsi í Grunnskólans á Dalvík á vegum fólks sem fékk eldhúsið leigt.

Þórey Agnarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, segir í samtali við ruv.is að um viðurkennt eldhús sé að ræða með gilt starfsleyfi. Þar var gefið tímabundið leyfi til veitingareksturs og grunur leikur á að þangað megi rekja matareitrun sem fjöldi fólks á Dalvík fékk á miðvikudagskvöld.

Þórey segir að tekið hafi verið sýni úr mat frá eldhúsinu og niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum. Á meðan hefur veitingareksturinn þar verið stöðvaður, en greint er frá þessu á vef ruv.is.

 

Mynd: úr safni

/Smári

 

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið