Frétt
Veitingadeild Hótel Sigló með nýja rekstraraðila – Opna fjölskyldustað allan ársins hring á Hannes Boy
Nýir rekstraraðilar tóku við veitingadeild Rauðku á Siglufirði nú um mánaðamótin, en það eru hjónin Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir framreiðslumaður. Bjarni hefur meðal annars starfað á Einari Ben, Hótel Nordica, Holmenkollen í Noregi og Hótel Héraði. Hann starfaði einnig í 9 ár á Fosshótel í ýmsum stöðum og nú seinast sem yfirkokkur á Fosshótel Reykjavík. Halldóra starfaði í 9 ár hjá Fosshótelum og er útskrifuð sem framreiðslumaður frá Grand hótel Reykjavík.
Fjölskyldan
Bjarni Rúnar er nú þegar kominn á Siglufjörð og er að koma sér vel inn í reksturinn. Halldóra er í Reykjavík að svo stöddu, en þau fjölskyldan eru komin með húsnæði og vinna að því að koma sér vel fyrir hér á Siglufirði. Bjarni og Halldóra eiga tvö börn, annað sjö mánaða og hitt tveggja og hálfs árs.
Þegar fréttamaður Veitingageirans hitti Bjarna til að leggja fyrir hann nokkrar spurningar, vann hann að matseðlagerð fyrir Hannes Boy. Fréttamaður fékk að kíkja á hugmyndirnar og það verður að segjast að hér er um girnilegan og flottan matseðil að ræða.
Byrjum á rekstrinum, hvert er umfangið?
„Við munum reka veitingastaðinn Sunnu á Sigló Hótel, Hannes Boy, Rauðku og prepp eldhúsið. Þá munum við einnig reka skíðaskálann og gólfskálann. En þeir eru ekki komnir upp eins og er. Golfskálinn kemur vonandi í sumar.“

Hluti af prepp eldhúsinu. Stórt og mikið rými sem býður upp á endalausa möguleika og er eitt flottasta undirbúnings eldhús á landinu.
Hverjar verða helstu breytingar á stöðunum ?
„Áhersla verður lögð á breytingar á veitingastaðnum Hannes Boy, sem staðsettur er á fallegum stað í skærgulu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði. Hannes Boy hefur verið lokaður yfir veturna nema fyrir fyrirframbókaða hópa. Nú verður breyting á þar sem staðurinn verður núna opinn allt árið um kring.
Við munum færa okkur í pizzur og keyra bistroseðil samhliða á Hannes Boy og leggja áherslu á fjölskylduvænan veitingastað. Rauðka verður alfarið kaffihús með kaffi, kökum og fleira góðgæti. Við munum halda áfram að bjóða upp á tónleika og viðburði þar.“
En starfsmannamál, verður mikil breyting þar?
„Breyting í starfsmannamálum er ekki mikil, enda gott starfsfólk sem starfar í veitingadeildinni. Tómas Ingi Jónsson matreiðslumaður mun stjórna veitingastaðnum Sunnu sem staðsettur er á Sigló Hótel.
Ég mun einbeita mér að því fyrst um sinn að koma Hannes Boy á koppinn og vinna í græna (prepp) eldhúsinu. Konan mín mun sinna starfi framkvæmdastjóra og sjá meira um daglegan rekstur á öllum stöðunum.“
Við þökkum Bjarna fyrir spjallið og óskum þeim hjónum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri