Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veislan – Suðurland – Gunni Kalli: „…. Ætlaði mér alltaf að verða bóndi“ – Myndir

Birting:

þann

Veislan - Suðurland

Síðastliðinn sunnudag fór í loftið fjórði þáttur þeirra Gunna Kalla og Dóra DNA sem ber heitið Veislan.

Nú var komið að suðurlandinu, en í þættinum keyra þeir félagar af stað frá Reykjavík til að heimsækja áhugaverða staði og skemmtilegt fólk sem hefur frá mörgu að segja og í boði er mikið af góðum mat til að smakka.

Veislan - Suðurland

Farið var í heimsókn í gróðurhúsin hjá Garðyrkjuskólanum í Hveragerði

Heimsókn í gróðurhúsin hjá Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og göngutúr upp að hverasvæðinu ásamt því að kíkja í nýja kaffihúsið við Reykjadal með Elísabetu Jökuls. Þeir Stoppa hjá Ölverk og henda í pizzu með bruggaranum Elvari og smakka bjórinn þeirra.

Veislan - Suðurland

Smurbrauðsveisla

Veislan - Suðurland

Smakkað á heimagerðum snaps hjá Matkránni

Smurbrauðið á Matkráin smakkað og heimsókn heim til Jakobs og Guðmundar þar sem útbúið er dýrindis smurbrauð og smakkað á heimagerðum snaps.

Það þarf að fara alla leið í Skálholt til að smakka njólasúpu og annað góðgæti frá svæðinu.

Á leið á Traustholtshólma er komið við í Mjólkurbúinu Mathöll á Selfossi og góður hádegisverður snæddur hjá Samúlesson matbar með nýbrugguðum bjór frá Smiðjunni brugghúsi.

Veislan - Suðurland

Hákon, staðarhaldari í Traustholtshólma

Veislan - Suðurland

Veislan í Traustholtshólma

Í Traustholtshólma hittu þeir staðarhaldarann Hákon, sem er búinn að byggja upp einstaka stemmingu fyrir gesti sem heimsækja hann. Gunnar Karl og Hákon matreiða nýveiddan lax úr Þjórsánni með grænmeti og kryddjurtum úr eyjunni. Lítil og falleg veisla með eiginkonum og vinum.

Veislan - Suðurland

Félagarnir stoppuðu hjá Ölverk og hentu í pizzu með bruggaranum Elvari og smökkuðu bjórinn þeirra.

Horfið á þáttinn með því að smella hér.

Um þættina:

Leikstjóri: Hannes Þór Arason.
Hugmynd: Kristinn Vilbergsson og Lilja Jóns.
Leikarar: Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) leiðsögumenn og þáttastjórnendur.
Framleiðslufyrirtæki: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Meðframleiðslufyrirtæki : Zik Zak kvikmyndir.

Veislan eru lífsstíls- og matarþættir sem fjalla um landið okkar, landslagið, matar- og tónlistarmenningu á Íslandi í gegnum fólkið sem hér býr.

Leiðsögumenn þáttanna eru flestum vel kunnir, þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason Michelin kokkur. Þeir félagar bjóða áhorfendum að slást í för með sér og kynnast mismunandi landshlutum og íbúum þeirra í hverjum þætti.

Þeir heimsækja meðal annars minna þekkta staði á landinu, kynnast áhugaverðu fólki á leiðinni þar sem þeir fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun á sviði auðlindanýtingar okkar.

Á leið sinni á hvern stað, safna þeir kunnáttu og hráefnum til veisluhalda sem Gunnar Karl matreiðir í lok hvers þáttar af sinni alkunnu snilld með dyggri aðstoð heimamanna. Oftar en ekki fáum við einnig að njóta tónlistar þeirra sem eru á staðnum á meðan hópur fólks nýtur afraksturs ferðalagsins í veislu.

Myndir: Lilja Jóns

Instagram Veislunnar: @veislan_ferdalag

Sjá þáttinn hér.

Fleiri fréttir um þættina hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið