Markaðurinn
Vegware, einnota umbúðir
Tandur býður upp á mikið úrval af einnota umbúðum frá Vegware. Allar vörur Vegware eru vottaðar jarðgeranlegar. Þær mega því fara beint í lífrænt þar sem þær verða að moltu og jarðgerast við fullkomnar aðstæður á 8-12 vikum.
Vegware hefur verið leiðandi í framleiðslu og sölu á umhverfisvænum, jarðgeranlegum umbúðum allt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2006.
Þann 3. júlí tóku í gildi lagaákvæði sem hafa það að markmiði að takmarka sölu og afhendingu á einnota plastvörum. Lagaákvæðin kveða á um bann við afhendingu og merkingarskyldu. Samkvæmt lagaákvæði er nú bannað að afhenda og setja á markað allar einnota umbúðir sem framleiddar eru úr frauðplasti, einnota hnífapör úr plasti og PLA, einnota diska með plastfilmu, rör úr plasti og PLA, kaffihrærur úr plasti og PLA. Auk þess ber nú að merkja alla kaffibolla og glös sem eru framleidd úr plasti að hluta eða öllu leiti.
Vegware hefur brugðist við þessu og verða allir bollar og glös merktir á íslensku líkt og reglugerð gerir ráð fyrir. Einnota hnífapörum og kaffihrærum úr PLA hefur verið skipt út fyrir samskonar vöru úr við og rörin eru nú úr pappa.
Við hvetjum ykkur til að kíkja á úrvalið í vefverslun, vera töff og velja rétt fyrir umhverfið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux