Freisting
Vegna Forkeppni Matreiðslumaður ársins
Ágæti veitingamaður, ég fagna allri gagnrýni og lít á hana sem hvatningu til að gera góða hluti enn betri. Eins og nafn keppninnar gefur til kynna „Matreiðslumaður ársins“ þá er verið að dæma vinnubragð, nýtingu, hreinlæti, skipulagningu sem og bragð og útlit.
Ef bara ætti að dæma bragð og útlit þá skyldi keppnin heita réttur ársins. Ég hef farið á þetta 10 tíma NKF námskeið og þar var farið í að eldhúsdómarar skuli vera í keppnum þar sem NKF reglurnar eru sem viðmið, á hinn bóginn skal ég viðurkenna að það vantar að það sé skráð í reglunum, og má vera að það rugli menn aðeins.
Enn og aftur þá vil ég þakka ykkur fyrir að koma fram í dagsljósið með skoðanir ykkar svo hægt sé að fjalla um þær á jafnréttisgrundvelli með það að markmiði að gera gott betra eins og áður var sagt en minna ykkur á að ef keppnin heitir matreiðslumaður ársins þá er verið að keppa í meira en bara bragð og útlit og átti ágæti veitingamaður að skilja það.
Kveðja
Sverrir Þór Halldórsson
Eldhúsdómari í forkeppni Matreiðslumadur ársins 2007

-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?