Markaðurinn
Vatnslögn gaf sig í leiguíbúð Matvís – Opnar aftur eftir gagngerar endurbætur
Endurbótum á íbúð félagsins í Ljósheimum er lokið. Vatnslögn gaf sig í íbúðinni í vor en við það tilefni var ákveðið að ráðast í gagngerrar endurbætur.
Skipt var um gólfefni í íbúðinni, að baðherbergi undanskildu, ný húsgögn voru keypt og nýjar innréttingar smíðaðar. Á baðherbergi var skipt um sturtuklefa, handlaug og klósett. Loks var skipulagi íbúðarinnar breytt lítillega, svo hún er í dag opnari og bjartari en áður.
Það er mikið gleðiefni hjá Matvís að geta boðið félagsmönnum að leigja íbúðina í Ljósheimum á nýjan leik. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá tókust framkvæmdirnar afar vel.
Fleiri myndir má sjá á orlofsvefnum.
Myndir: matvis.is
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi












