Frétt
Vanmerkt gulrótarkaka frá Brikk
Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir pistasíum við að neyta Brikk gulrótarköku sem fyrirtækið Brauð Útgerð ehf. framleiðir. Pistasíur eru ekki merktar í innihaldslýsingu á kökunum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs innkallað vöruna.
Innköllunin gildir fyrir allar vörur með dagsetningu til og með 21.01.2022
- Vöruheiti: Gulrótarkaka
- Geymsluþol: Síðasti notkunardagur
- Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022
- Framleiðandi: Brauð Útgerð ehf., Miðhella 4, 220 Hafnarfirði
- Dreifing: Verslanir Nettó (Mjódd, Egilsstöðum, Hafnarfirði, Granda, Grindavík, Selfossi, Salavegi, Búðakór), Iceland Hafnarfirði, Hagkaup (Skeifan, Garðabær, Spöng, Smáralind, Kringla, Seltjarnarnes) og verslanir Krónunar (Lindir, Bíldshöfða, Selfossi, Mosfellsbæ, Granda, Grafarholti, Vallakór, Akrabraut, Fitjar, Flatahraun).
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum