Frétt
Vanmerkt gulrótarkaka frá Brikk
Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir pistasíum við að neyta Brikk gulrótarköku sem fyrirtækið Brauð Útgerð ehf. framleiðir. Pistasíur eru ekki merktar í innihaldslýsingu á kökunum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs innkallað vöruna.
Innköllunin gildir fyrir allar vörur með dagsetningu til og með 21.01.2022
- Vöruheiti: Gulrótarkaka
- Geymsluþol: Síðasti notkunardagur
- Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022
- Framleiðandi: Brauð Útgerð ehf., Miðhella 4, 220 Hafnarfirði
- Dreifing: Verslanir Nettó (Mjódd, Egilsstöðum, Hafnarfirði, Granda, Grindavík, Selfossi, Salavegi, Búðakór), Iceland Hafnarfirði, Hagkaup (Skeifan, Garðabær, Spöng, Smáralind, Kringla, Seltjarnarnes) og verslanir Krónunar (Lindir, Bíldshöfða, Selfossi, Mosfellsbæ, Granda, Grafarholti, Vallakór, Akrabraut, Fitjar, Flatahraun).
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?