Vertu memm

Uncategorized

Valið hátíðarkampavínið

Birting:

þann

Kampavínið Moet & Chandon verður í öndvegi á sameiginlegum vínlista veitingastaðanna sem taka þátt í Food n Fun. Jafnframt hefur það verið valið hátíðarkampavínið á glæsilegum galadinner á Nordica á laugardagskvöldið þar sem að verðlaun verða veitt í matreiðslukeppninni sem fer fram í Listasafni Reykjavíkur fyrr um daginn. Moet kampavín er mest selda kampavín í veröldinni og er úr sömu fljöldskyldu og konungur kampavínsins Dom Pérignon.

Kampavín á rætur að rekja aftur til átjándu aldar og var fundið upp fyrir slysni. Franski munkurinn Dom Pérignon var að brugga en sökum mistaka í gerjunarferli komu fram loftbólur í víninu. Gerði munkurinn allt hvað hann gat til þess að fjarlægja loftbólurnar úr víninu sem hann var að búa til – en tókst ekki. Sagan segir að Dom Pérignon hafi sagt: Ég drekk stjörnur!, þegar hann smakkaði freyðandi vínið í fyrsta sinn. Í stað þess að reyna að fjarlægja loftbólurnar úr víninu fann Dom Pérignon þess í stað aðferð til þess að gera vínið tært og drykkjarhæft og fljótlega varð það eftirsótt meðal frönsku yfirstéttarinnar. Claude Moet var einmitt vinur munksins og var með fyrstu mönnum til að hefja framleiðslu á þessum magnaða drykk.

 

Greint frá á Vísir.is

 

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið