Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vala Stef tók þátt í frábæru verkefni í Kólumbíu

Birting:

þann

Vala Stefánsdóttir í Kólumbíu - Júní 2018

Vala í Kólumbíu

Í júní s.l. tók Vala Stefánsdóttir þátt í frábæru verkefni í Kólumbíu sem heitir Barista & Farmer, þar sem 10 kaffibarþjónar um allan heim fengu tækifæri á að kynnast kaffibændum og taka þátt í kaffi uppskeru með þeim og fá að sjá og upplifa hvaðan kaffið kemur.

„Umsóknarferlið til að komast í verkefnið var frekar langt, en ég sótti um árið 2016, við þurftum að skila inn vídeó, CV og cover letter til að komast áfam, svo var netkostning og dómnefnd sem valdi 10 kaffibarþjóna úr ca. 300 umsækjendum til að fara til Kólumbíu.“

sagði Vala í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um umsóknarferlið.

Þátttakendur greiddu sjálf allt námskeiðið og flug og Vala náði að safna nokkrum styrkjum hér Íslandi til að komast til Kólumbíu.

Vala segir frá:

„Við vorum 10 daga í Kólumbíu, flugum til Pitaloto í Huila héraði sem er eitt besta ræktunarsvæði fyrir kaffi í Kólumbíu. Barista & Farmer er keppni fyrir okkur kaffibarþjónana, og allt var tekið upp eins og raunveruleikasjónvarpsþáttur.

Keppnin fólst aðalega í kaffitínslu – sem er mikið erfiðisverk. Kaffiberin vaxa svo mishratt á trénu en til að tína bara hágæða kaffi þá eru það fullþroskuð ber sem eru oftast rauð á litinn, einnig á að tína af ber sem eru ofþroska – svo þau laði ekki að sér skordýr. Sama kaffitréið þarf því að heimsækja oft til að ná að tína bara fullþroskuð ber.

Vala Stefánsdóttir í Kólumbíu - Júní 2018

Kaffið í Huila er ræktað í fjalllendi, og því eru tréin oft í bröttum brekkum, þarna úti er mikill raki og rigning, og erfitt að fóta sig við tínsluna. Kaffibændur eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu, en þetta er starf sem flestir Íslendingar myndu ekki láta bjóða sér.

Til eru leiðir til að þróa kaffiræktun, með að nota tæki, tækni og meira skipulag til að auðvelda vinnuna, en á sama tíma auka gæði og framleiðni. Við sem kaupum kaffi, t.d kaffibrennslur eða innflytjendur verðum að fjárfesta í kaffibændum og aðstoða þá við að gera sína framleiðslu skilvirkari, strax í dag eru vandamál við að ungt fólk vill ekki vinna sömu vinnu og þau sjá foreldra sína, ömmur og afa harka við.

Auk þess að tína kaffi voru daglegir fyrirlestrar um kaffibrennslu, ræktun, espressovélar og fleira, og allskonar litlar keppnir og verkefni fyrir okkar til leysa. Við heimsóttum nýjan kaffibúgarð flesta dagana og augljóst var að mikill spenningur var fyrir að fá okkur í heimsókn, svo gestrisið og gott fólk.
Ég hef aldrei lært jafn mikið á svo stuttum tíma, komin heim með fullt af hugmyndum um hvernig ég geti þróað áfram kaffi á Íslandi og jafnvel haft áhrif á hvernig kaffið er unnið.

Vala Stefánsdóttir í Kólumbíu - Júní 2018

Ég meira að segja hitti einn kaffibónda Javier Sanjuan frá kaffibúgarðinum Bella Vista, en ég var að vinna með kaffið hans á Kaffismiðju Íslands fyrir mörgum árum – núna erum við vinir á Facebook! Heimurinn er svo lítill.

Næsta verkefni er ég að læra að rista kaffi hjá Kvörn, sem er lítil kaffibrennsla. Við stefnum á að opna vefverslun í ágúst, en Kaffi Laugalækur og Bismút bjóða uppá kaffið okkar núna (@kaffikvorn).“

Auglýsingapláss

Vídeó

DAY #4 / The originsWatch the episode #4 of the 'day by day' web documentary by Barista & Farmer!Guest Star Vala Stefandottir ??IEG Italian Exhibition Group Francesco Sanapo Sena Comunica Lavazza MUMAC Academy Faema Cimbali Urnex Brands Sonja Björk Grant @Alberto Polojac Mario Cerutti Michele Cannone Nino Conti Fyx Sipione Scott Conary Ben Toovey Café de Colombia Gobernación del Huila – El Camino es la Educación Genovese Coffee Bloom Coffee School Cadefihuila Cooperativa Central de Caficultores del Huila Amor Perfecto Redazione Bargiornale Barista Magazine #BF2018

Posted by Barista&farmer Coffee Reality Show on Tuesday, 5 June 2018

 

Myndir: úr einkasafni / Vala Stef

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið