Vertu memm

Freisting

Út í óvissuna

Birting:

þann

Sverrir Halldórs.Enn á ný haldið í ferðalag, ég hafði fundið út á netinu að Hótel Imperial í Ostrava ( www.imperial.cz ) var með helgartilboð sem hljóðaði upp á gisting í 2 nætur, morgunmatur og kvöldverður báða dagana á aðeins 50 evrur.

Þannig að ég smellti mér í rútuna ( www.studentagency.cz ) til Ostrava, tékkaði inn á hótelið og fór svo um áttaleitið niður í dinnerinn.  Viti menn Maggi kokkurinn var sennilega í helgarfríi því maturinn var bara glettilega góður og fór ég saddur og ánægður í koju því daginn eftir skyldi haldið í víking til Póllands.  Minn ætlaði að vera flottur á því og hafði keypt miða á 1. klassa með lestinni frá Ostrava til Krakow.  Enn þegar komið var um borð í lestina var enginn 1. klassi og ekkert sæti þannig að ég þurfti að standa á ganginum í lestinni í 4 tíma til Krakow og viðurkenni ég fúslega að það vantaði ósköp lítið upp á að þolimæðin brysti, en það slapp fyrir horn.

Í Krakow ( www.krakow.pl ) vantaði mér bíl og þar sem Nonni frá London var í fríi, var sá nærtakasti fyrir valinu og skulum við bara kalla hann Jósef.  Settist upp í bílinn hjá honum og stefnan tekin á Oswiecim sem er betur þekkt undir sínu þýska nafni Auschwitz ( www.auschwitz.org.pl ) þar sem hinar illræmdu fangabúðir nasista voru en þær eru um 70 kílómetra fyrir utan Krakow.  Jósef keyrði eins og druslan dró, með svona prump kút undir bílnum og í hvert sinn sem hann gaf inn hafði maður á tilfinningunni að allt væri að hrynja undan bílnum, þvílík voru lætin.  En á áfangastað náðum við og verð ég að segja að það var svolítið skrítin tilfinning að standa upp í turni og horfa yfir þar sem lestarnar höfðu komið og við hliðina göngustígur sem lá beint í gasklefann og var sú ganga nefnd ganga Dauðans.

Nú er þetta á Heimsminjaskrá Unesco og koma þúsundir ferðamanna á hverjum degi til að skoða búðirnar og sjá hvað mannskepnan getur verið grimm.  Allsstaðar sem fleiri en tveir koma saman er sjoppa og svo var einnig í Auschwitz og hýrnaði yfir gamla þegar hann sá að hægt var að kaupa þjóðarrétt Íslendinga, en það var pylsa með tómat og sinnep, kók og Prins Pólo, en ég verð að segja Reynir minn (Ásbirni Ólafsyni) að Prins Póló heima á Íslandi hlýtur að koma úr annari verksmiðju og sem betur fer, en framleiðir fyrir innanlandsmarkað, það mikill munur var á gæðum.

Þegar þetta hafði verið innbyrt var tími til að halda til baka og eins og við manninn mælt keyrði Jósef til baka með sömu látum og áður er sagt.  Bað ég hann að keyra mig á RadissonSAS hótelið ( www.radissonsas.com ) því það var styst á járnbrautastöðina.  Inni á hótelið var aðalressinn lokaður vegna einkasamkvæmis, en boðið upp á ala carte í hinum salnum sem heitir því göfuga nafni Milk & Co,og kallaði ég það bara Mjólkurbúðina.  Guðni Ágústsson væri ánægður með þennan stað, Á veggjunum hanga andlitsmyndir af nautum og kusum og hefði myndin þegar Guðni kyssti kusuna sómað sér vel þarna. 

Gamlir mjólkurbrúsar út um allt, boðið upp á mjólkurkokteila og já vel á minnst á línunni voru þeir með mjólkurbrúsa sem súpupotta þrælflott og spurning hvort Kalli Davíðs láti breyta Skrúð í Mjólkurbúð, eða hvað finnst ykkur ef ekki í Bændahöllinni hvar þá?  Eftir góðan kvöldverð var tími til að halda til baka og blessunarlega fékk ég sæti til baka með lestinni.

Kveðja Sverrir

Segðu þína skoðun

 

Greint frá á heimasíðu KM

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið