Freisting
Uss,uss The Canadiens is coming to Town
Sofið frameftir þar sem, þar sem ekkert var á dagskrá, fyrr en um 11 leitið, krakkarnir fóru um 9 leitið í óvissuferð sem var útsýnisflug yfir Stavanger í þyrlu, og er þau komu upp á hótel tippluðu þau á glitskýum svo ánægð voru þau.
Um ellefu lögðum við af stað í rútu til Sandnes en þar skyldi gengin POESTI til Dalsnuten ( www.stavangertravel.com )og haldin grill veisla. En við þessir bækluðu í breiðtjaldaúgáfu dragandi ýmis mein með okkur vorum keyrðir upp hlíðina að grillinu. En mikil voru vonbrigðin þegar kom í ljós hvað nojarnir kölluðu grill veislu, þarna voru tveir menn að grilla pylsur sem síðan voru settar í tortilla köku og svo rétt manni, boðið var upp á tómatsósu og sinnep, gosið kostaði aukalega 25 kr norskar ( þá 375 kr íslenskar ) og hrökk út úr mér að þetta væri nú bara rán, kaupi samt flösku þar sem ekki var um annað að velja sest á stein stutt frá grillköllunum þar sem ég ætlaði að fá aðra pylsu og er ég hafði sporðrennt henni líka ( Ingvar bara svo þú vitir þá var ekkert bárujárn upp í fjallshlíðinni ) tókum við tali saman ég og grillarnir og kom í ljós að þetta voru hinir vænstu kallar, en frekar lúaleg grillveisla það verð ég að segja, um 3 leitið var keyrt aftur til Stavangur að hótelinu og þá var pása til kl 1700.
Klukkan fimm löbbuðu við út á lestarstöð og tókum lestina til Bryne, en þar beið rúta eftir okkur og keyrði út á Há sem er gamalt prestsetur fyrir utan Bryne, borða átti úti, var kokteill hinum megin ár og svo gengið með ánni og yfir um 10 mínútna ganga, sest var að borðhaldi á hlaðinu, matseðill var eftirfarandi:
Laxarúlla á salati og jógúrt sósa
*****************
Tómatsúpa
*****************
Lambafille með soðnum kartöflum,rótargrænmeti og rauðvínssósu
*****************
Ostakaka með jarðaberjasósu
Vitið þið að Norðmenn voru að vinna Ólýmpíuleikana í Erfurt en þessi kokkur sem eldaði matinn þetta kvöld á prestsetrinu hef ég ekki ennþá skilið hvernig hann hafi komist í gegnum skólann og því síður hvernig það má vera að svona einstaklingur reki veisluþjónustu, það get ég staðfest að jafnlélegan mat hef ég aldrei borðað, og ekki jók það hróður þessa manns er mér var tjáð að hann hefði verið látinn vita með sólahrings fyrirvara um að einn aðili borðaði ekki kjöt og vitið þið hvað sá aðili fékk í aðalrétt einn forréttardisk með aukarúllu af laxi, hvílík hneisa.
Smellið hér til að horfa á myndband sem birt var á vef gladmatavis.no (QuickTime)
Og ekki hýrnaði yfir manni er maður heyrði hvað infæddir voru að borga fyrir þessa kvöldstund en það var 1400 Norskar (21000 kr íslenskar þá ), mér segist svo hugur að fyrir svona upphæð sé ekki frekt að krefjast þess að maturinn væri góður og tillit tekið til sérþarfa sem látið er vita af í tíma.
Hljómsveitin Lappeteppet ásamt skemmtikrafturinn Treje Torkilsen skemmtu hópnum og stóðu þeir fyllilega fyrir sínu.
Svo kom að lokum þessarar kvöldstundar og ætlaði kallinn að vera forsjáll og leggja af stað tilbaka á undan öðrum og er ég kom á staðinn sem rúturnar höfðu stoppað fyrr um kvöldið hringdi siminn og var það Berglind að leita að mér en rúturnar höfðu komið beint á prestsetrið og kostaði þessi vitleysa hjá mér að hópurinn missti af lestinni og þurfti rútan að keyra okkur til Stavangur og var ekki laust við að ég skammaðist mín svolítið, þegar komið var að hótelinu kvöddust allir því sumir áttu flug snemma morguninn eftir
Fleira tengt efni:
30.09.2008 – Fimmti hluti
Uss,uss The Canadiens is coming to Town
09.09.2008 – Fjórði hluti
Uss,uss The Canadiens is coming to Town
30.08.2008 – Þriðji hluti
Uss, uss The Canadiens is coming to Town
10.08.2008 – Annar hluti
Uss, uss The Canadiens is coming to Town
20.07.2008 – Fyrsti hluti
Nordic/Canada culinary Junior Exchange 2008
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast