Keppni
Úrslit WORLD CLASS barþjónakeppninnar ráðast á morgun – Allir velkomnir í Tjarnarbíó kl. 20 – Enginn aðgangseyrir
Nú er komið að úrslitum í World Class barþjónakeppninni en 10 bestu barþjónar landsins keppa á morgun, þriðjudaginn 30 maí 2023.
Stjórnendur keppninnar hvetja alla til að mæta í Tjarnarbíó kl.20, enginn aðgangseyrir, frábærir World Class kokteilar á sérstöku tilboðsverði og geggjuð tónlist. Þrír bestu barþjónar landsins etja kappi við klukkuna sem er alltaf góð skemmtun og er búist við húsfylli líkt og síðustu ár.
Dómarar eru Kaitlyn Stewart frá Kanada sem var barþjónn ársins 2017 í Mexíkó þar sem hún vann alþjóðlegu World Class keppnina. Andri Davíð „The Viceman“ sem var fyrsti sigurvegari World Class keppninnar á Íslandi og Jónas Heiðarr frá Jungle og Bingó World Class sigurvegari ársins 2017.
Barþjónn ársins mun taka þátt í alþjóðlegu World Class barþjónakeppninni sem er sú stærsta og virtasta í heimi og fer fram í Sao Paolo í Brasilíu í haust.
Kynnar kvöldsins eru Sóley & Hlynur Björnsson en þau hafa séð um World Class keppnina á Íslandi frá upphafi.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum