Keppni
Úrslit WORLD CLASS barþjónakeppninnar ráðast á morgun – Allir velkomnir í Tjarnarbíó kl. 20 – Enginn aðgangseyrir
Nú er komið að úrslitum í World Class barþjónakeppninni en 10 bestu barþjónar landsins keppa á morgun, þriðjudaginn 30 maí 2023.
Stjórnendur keppninnar hvetja alla til að mæta í Tjarnarbíó kl.20, enginn aðgangseyrir, frábærir World Class kokteilar á sérstöku tilboðsverði og geggjuð tónlist. Þrír bestu barþjónar landsins etja kappi við klukkuna sem er alltaf góð skemmtun og er búist við húsfylli líkt og síðustu ár.
Dómarar eru Kaitlyn Stewart frá Kanada sem var barþjónn ársins 2017 í Mexíkó þar sem hún vann alþjóðlegu World Class keppnina. Andri Davíð „The Viceman“ sem var fyrsti sigurvegari World Class keppninnar á Íslandi og Jónas Heiðarr frá Jungle og Bingó World Class sigurvegari ársins 2017.
Barþjónn ársins mun taka þátt í alþjóðlegu World Class barþjónakeppninni sem er sú stærsta og virtasta í heimi og fer fram í Sao Paolo í Brasilíu í haust.
Kynnar kvöldsins eru Sóley & Hlynur Björnsson en þau hafa séð um World Class keppnina á Íslandi frá upphafi.
Mynd: aðsend

-
Nemendur & nemakeppni9 klukkustundir síðan
Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas