Keppni
Úrslit WORLD CLASS barþjónakeppninnar ráðast á morgun – Allir velkomnir í Tjarnarbíó kl. 20 – Enginn aðgangseyrir
Nú er komið að úrslitum í World Class barþjónakeppninni en 10 bestu barþjónar landsins keppa á morgun, þriðjudaginn 30 maí 2023.
Stjórnendur keppninnar hvetja alla til að mæta í Tjarnarbíó kl.20, enginn aðgangseyrir, frábærir World Class kokteilar á sérstöku tilboðsverði og geggjuð tónlist. Þrír bestu barþjónar landsins etja kappi við klukkuna sem er alltaf góð skemmtun og er búist við húsfylli líkt og síðustu ár.
Dómarar eru Kaitlyn Stewart frá Kanada sem var barþjónn ársins 2017 í Mexíkó þar sem hún vann alþjóðlegu World Class keppnina. Andri Davíð „The Viceman“ sem var fyrsti sigurvegari World Class keppninnar á Íslandi og Jónas Heiðarr frá Jungle og Bingó World Class sigurvegari ársins 2017.
Barþjónn ársins mun taka þátt í alþjóðlegu World Class barþjónakeppninni sem er sú stærsta og virtasta í heimi og fer fram í Sao Paolo í Brasilíu í haust.
Kynnar kvöldsins eru Sóley & Hlynur Björnsson en þau hafa séð um World Class keppnina á Íslandi frá upphafi.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?