Keppni
Úrslit í Fernet Branca kokteilkeppninni – Myndir og vídeó
Fernet Branca leyndarkarfa (Mystery Basket) var haldið á Pablo Discobar síðasta sunnudag. En eins og nafnið gefur til kynna þá vissu barþjónarnir ekki hvaða hráefni væri í boði annað Fernet Branca fyrr en mætt var á staðinn.
Keppendur fengu 5 mínútur til að ákveða hvað skyldi vera notað í drykkinn og aðrar 7 mínútur til að útbúa 4 eins drykki fyrir dómara og gesti.
Reglurnar voru einfaldar, besti drykkurinn vinnur en gefið var extra stig fyrir frumlegheit. Það komu margar skemmtilegar útfærslur og var Filip Pumpa frá veitingastaðnum Miami sem sigraði. Vinningur var svolítið öðruvísi en vanalega, sérinnflutt Fernet Branca hjól og svo 3L Fernet Branca flaska en auðvitað er aðalvinningur að vera sigurvegari Fernet Branca Mystery basket.
Skipulagning var í höndum Teits Ridderman Schiöth sem var einnig kynnir kvöldsins, Þórhildar Kristínar Lárentsínusdóttir (Tótu) sem var einnig yfirdómari og Friðbjörns Pálssonar Vörumerkjastjóra Mekka W&S umboðsaðila Fernet Branca sem var þeim til stuðnings.
Með fylgja myndir sem Ómar Vilhelmsson tók:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn

























































