Keppni
Úrslit í Fernet Branca kokteilkeppninni – Myndir og vídeó
Fernet Branca leyndarkarfa (Mystery Basket) var haldið á Pablo Discobar síðasta sunnudag. En eins og nafnið gefur til kynna þá vissu barþjónarnir ekki hvaða hráefni væri í boði annað Fernet Branca fyrr en mætt var á staðinn.
Keppendur fengu 5 mínútur til að ákveða hvað skyldi vera notað í drykkinn og aðrar 7 mínútur til að útbúa 4 eins drykki fyrir dómara og gesti.
Reglurnar voru einfaldar, besti drykkurinn vinnur en gefið var extra stig fyrir frumlegheit. Það komu margar skemmtilegar útfærslur og var Filip Pumpa frá veitingastaðnum Miami sem sigraði. Vinningur var svolítið öðruvísi en vanalega, sérinnflutt Fernet Branca hjól og svo 3L Fernet Branca flaska en auðvitað er aðalvinningur að vera sigurvegari Fernet Branca Mystery basket.
Skipulagning var í höndum Teits Ridderman Schiöth sem var einnig kynnir kvöldsins, Þórhildar Kristínar Lárentsínusdóttir (Tótu) sem var einnig yfirdómari og Friðbjörns Pálssonar Vörumerkjastjóra Mekka W&S umboðsaðila Fernet Branca sem var þeim til stuðnings.
Með fylgja myndir sem Ómar Vilhelmsson tók:

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum