Vín, drykkir og keppni
Úr fótbolta í víngerð?
Maðurinn sem vermir 21 sæti á lista Forbes, yfir ríkasta fólk heims, og eigandi Chelsea fótboltaliðsins, Roman Abramovich er sagður hafa hug á að eignast Castello Banfi víngerðina.
Í september síðastliðnum heimsótti Abramovich nokkur vínhús í Toskana, svo sem, Ornellaia, Sassicaia og Lungarotti ásamt Banfi, þegar hann var þar í fríi. Í kjölfar þess fóru af stað sögusagnir þess eðlis að hann hefði hug á að fjárfesta í víngerð.
Heimildarmenn breska blaðsins The Sun, staðfestu að Roman Abramovich hafi heimsótt víngerðina nokkrum sinnum. Einnig er því haldið fram að hann hafi boðið andvirði 530 milljóna bandaríkjadala út í hönd fyrir kastalann, 10. aldar byggingu, ásamt 850 hektara landareign. Eigendur Castello Banfi, Bandarísk-Ítölsku bræðurnir, John og Harry Mariani eru sagðir hafa hafnað tilboðinu.
Heimild Decanter.com
Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt