Vín, drykkir og keppni
Úr fótbolta í víngerð?
Maðurinn sem vermir 21 sæti á lista Forbes, yfir ríkasta fólk heims, og eigandi Chelsea fótboltaliðsins, Roman Abramovich er sagður hafa hug á að eignast Castello Banfi víngerðina.
Í september síðastliðnum heimsótti Abramovich nokkur vínhús í Toskana, svo sem, Ornellaia, Sassicaia og Lungarotti ásamt Banfi, þegar hann var þar í fríi. Í kjölfar þess fóru af stað sögusagnir þess eðlis að hann hefði hug á að fjárfesta í víngerð.
Heimildarmenn breska blaðsins The Sun, staðfestu að Roman Abramovich hafi heimsótt víngerðina nokkrum sinnum. Einnig er því haldið fram að hann hafi boðið andvirði 530 milljóna bandaríkjadala út í hönd fyrir kastalann, 10. aldar byggingu, ásamt 850 hektara landareign. Eigendur Castello Banfi, Bandarísk-Ítölsku bræðurnir, John og Harry Mariani eru sagðir hafa hafnað tilboðinu.
Heimild Decanter.com
Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður