Vertu memm

Keppni

Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg

Birting:

þann

Norræna nemakeppnin fer að þessu sinni fram í Silkiborg í Danmörk dagana 24. og 25. apríl næstkomandi.  Tveir keppendur í framreiðslu og tveir í matreiðslu keppa saman sem lið.  Íslenska liðið hefur lagt mjög hart að sér  við æfingar undanfarnar vikur og er núna er allt að vera klárt í stóru keppnina.

Að þessu sinni keppa fyrir Íslands hönd, framreiðslunemarnir Silvia louise Einarsdóttir frá Veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og Tristan Tómasson Manoury frá Matarkjallaranum og matreiðslunemarnir Sindri Hrafn Rúnarsson frá veitingastaðnum Monkeys og Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir frá Grand Hótel.

Þjálfari framreiðslunemana er Finnur Gauti Vilhelmsson og þjálfari matreiðslunemanna er Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson.

Framreiðslunemarnir keppa í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins s.s. þjónustu, að undirbúa, leggja á borð, brjóta saman servéttur og skreyta fyrir 6. manns, blind- vínsmakki, blöndun áfengra og óáfengra koktaila, para saman vín/drykki- og matseðil, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.

Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg

Norræna nemakeppnin fer fram í skólanum College360 í Silkeborg, Danmörku.
Mynd: college360.dk

Matreiðslunemarnir keppa meðal annars í beitingu mismunandi  matreiðsluaðferða, framsetningu á réttum og bragði.   Fyrri daginn er verkefnið að útbúa heitan forrétt sem inniheldur hvítan aspars á þrjá vegu, í millirétt á að laga klassískan „Vol au vent“ Smjördeigskænu þar sem fyllingin er byggð á hvítri sósu með bláskel og sellerírót.  Aðalrétturinn er svo nýstárleg útfærsla af klassíska danska réttinum „Kylling danoise“ sem er heilsteiktur kjúklingur fylltur með steinselju, borinn fram með nýjum soðnum kartöflum, saxaðri steinselju, sósu, rabarbarakompott og súrsaðri agúrku.

Á degi tvö er verkefnið leyni karfa (mistery basket) þar sem keppendur fá að vita aðalhráefnið rétt áður en keppnin hefst og þar vinna bæði liðin saman að gera matseðilinn sem svo matreiðslunemarnir elda og framreiðslunemarnir para vín við.

Kynning á keppendum fyrir Norrænu nemakeppnina í Silkiborg 2025

Tristan Tómasson Manoury

Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg

Tristan Tómasson Manoury

Ég heiti Tristan Tómasson Manoury, er 21 árs gamall og nemi í þjónustunámi við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Ég er á námssamningi sem þjónn hjá Icelandic Food Cellar og hef starfað sem þjónn í fjögur ár. Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að taka þátt í Norrænu nemakeppninni.

Ég hlakka til að öðlast dýrmæta reynslu og skapa góðar minningar með keppendum hvaðanæva af Norðurlöndunum.

Silvía Louise Einarsdóttir

Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg

Silvía Louise Einarsdóttir

Ég heiti Silvía Louise Einarsdóttir, er 20 ára gömul og útskrifast í maí úr námi í hótel- og veitingagreinum við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Ég er á námssamningi hjá Moss, Michelin-stjörnuveitingastaðnum við Bláa lónið. Mig hlakkar mikið til að taka þátt í Norrænu nemakeppninni í Danmörku, kynnast nýju fólki og öðlast nýja reynslu.

Ég trúi því að þessi keppni verði bæði skemmtileg og lærdómsrík – tilvalið tækifæri til að vaxa bæði faglega og persónulega.

Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir

Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg

Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir

Ég heiti Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og er 20 ára gömul matreiðslunemi frá Íslandi. Ég er á öðru ári við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi og starfa jafnframt í eldhúsi Grand Hótels í Reykjavík þar sem ég öðlast dýrmæta verklega reynslu. Undanfarið hef ég einnig fengið einstakt tækifæri til að aðstoða Íslenska kokkalandsliðið við undirbúning þeirra fyrir heimsmeistarakeppnina (Culinary World Cup).

Þessi vinna hefur styrkt áhuga minn á matargerð og kennt mér mikilvægi samvinnu, nákvæmni og sköpunar í eldhúsinu. Ég hlakka mjög til að keppa í Norrænu nemakeppninni og kynnast öðrum matreiðslunemum frá Norðurlöndunum – þetta er reynsla sem mun fylgja mér alla tíð.

Sindri Hrafn Rúnarsson

Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg

Sindri Hrafn Rúnarsson

Ég heiti Sindri Hrafn og er 20 ára gamall matreiðslunemi við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Ég er á námssamningi hjá veitingastaðnum Monkeys og hef lengi haft brennandi áhuga á matargerð. Ég hef áður tekið þátt í matreiðslukeppnum og var nýlega aðstoðarmaður í Bocuse d’Or Evrópu 2024 og í Lyon 2025 – sem var ómetanleg reynsla sem ýtti undir frekari þroska og færni.

Nú hlakka ég til að takast á við nýja áskorun í Norrænu nemakeppninni og halda áfram að vaxa í þessu ótrúlega fagi.

Fleiri fréttir af Norrænu nemakeppninni hér.

Myndir: aðendar / Iðan Fræðslusetur

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið