Vertu memm

Freisting

Undirbúningur fyrir Bocuse d´Or á fullu

Birting:

þann

Freisting.is fór á kynningarfund um Bocuse d´Or á Hótel Holti í dag.  Á fundinum var kynnt starfsemi Bocuse d´Or Akademiunar ehf og farið yfir síðastliðnar keppnir og þeim keppendum sem hafa farið fyrir Íslands hönd í gegnum árin.

Þrír matreiðslumenn voru mættir en ætla má að fleiri séu að hugsa sig um að taka þátt en undankeppni verður haldin á Grandhótel þann 30. október næstkomandi. 

Æskilegt væri að hafa að minnsta kosti 5 keppendur þannig að nú er bara að skrá sig, lokadagur fyrir skráningu í forkeppni er miðvikudagurinn 23. september hjá akademíunni.  (www.bocusedor.is)

Keppnisfyrirkomulag verður með því sniði að keppendur koma með allt hráefni tilbúið, kjöt, fisk, soð, sósur, meðlæti ofl. einungis er raðað saman á staðnum og sett upp á diska frá www.fastus.is, eldað fyrir 8 manns og 30 mínútur milli rétta!  Keppendur fá 2 klukkutíma til að athafna sig og mæta með öll tæki og tól sjálfir, þó verða vinnuborð á staðnum og hægt að komast í ofn.

Hráefnið verður:
lúða um 5 kg fiskur og lambaskrokkur (meðalskrokkur), 2 tegundir af meðlæti með forrétt og aðalrétt.  Dómarar verða 5 talsins, íslenskir og erlendir og er nánast klárt að Mathias Dahlgren  (www.mathiasdahlgren.com) mætir og dæmir að sögn akademiunar.

Forkeppni fyrir sjálfa aðalkeppnina verður 6. og 7. júní 2010 í Genf og koma 20 lönd til með að keppa og komast 12 áfram, 5 efstu lönd úr síðustu keppni eru sjálfkrafa kominn með keppnisrrétt, hráefni í Genf verður lúða og kálfur og tvær tegundir af meðlæti með forrétt og aðalrétt.

Nú er bara að taka ákvörðun og skrá sig!

Bocuse d´Or verður svo haldinn í Lyon 28. og 29. janúar 2011.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningarfundinum í dag.

 

Myndir og texti: Matthías Þórarinsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið