Frétt
Umsagnir og mikilvægi Tripadvisor
„Mikilvægi Tripadvisor fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er alveg gríðarlegt. Því er er nauðsynlegt að fyrirtæki taki Tripadvisor alvarlega og sinni skráningunni sinni þar af kostgæfni.“
Þetta segir Sunna Þórðardóttir hjá ráðgjafafyrirtækinu Ferðavefjum en hún deilir fjölmörgum gagnlegum ráðum tengdum Tripadvisor í nýjasta þættinum af Ferðalausnir – stafræn tækifæri.
Öflugt markaðstól
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að Tripadvisor er í dag langstærsti umsagnavefur í ferðaþjónustu sem gefur honum mikið vægi sem markaðstól. Að sögn Sunnu fær hann um 350 milljón einstakar heimsóknir í hverjum mánuði og þar hefur fólk skrifað 320 milljón umsagnir um upplifun hjá um 4 milljónum ferðaþjónustufyrirtækja um allan heim.
Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að umsögn á Tripadvisor vegur þyngra þegar kemur að ákvörðunartöku fólks heldur en t.d. persónuleg meðmæli, ferðablogg og leiðarvísar.
Tripadvisor skref fyrir skref
Í myndbandinu byrjar Sunna á að fara yfir umsagnir almennt, tölfræði tengda umsögnum og mikilvægi þeirra. Því næst fjallar hún um Tripadvisor sem markaðstól og af hverju Tripadvisor skiptir máli. Þá rennir hún í gegnum skráningarferlið skref fyrir skref. Í lokin fer hún í gegnum góðar og slæmar venjur á Tripadvisor, hvað á að leggja áherslu á og hvað ber að varast.
Ljóst er að margir geta haft gagn af þeim góðu ráðum sem Sunna hefur fram að færa. Horfa má á myndbandið hér að neðan.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun