Markaðurinn
Umhverfisvænasta veganmjólkin mætt á Joe & The Juice
Eftirlætisjurtamjólk margra er nú mætt til leiks á Joe & The Juice. Sproud jurtamjólkin hefur notið fádæma vinsælda hér á landi en hún er unnin úr hágæða baunapróteini. Hún hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá kaffibarþjónum enda loksins komin jurtamjólk þar sem bragðgæði, hollusta og virðing fyrir umhverfinu haldast í hendur.
„Sú staðreynd að Sproud er unnin úr baunum, sem eru í grunninn próteinríkar, sykur- og kolvetnasnauðar skilar sér í þessari silkimjúku og ljúffengu jurtamjólk,“
segir Sólrún María Reginsdóttir hjá Akkúrat sem flytur Sproud inn.
Magnús Gunnarsson, rekstrarstjóri Joe & The Juice, segir Sproud og samstarfið við Akkúrat gera þeim kleift að gera góða drykki enn betri og hollari.
„Joe & The Juice úti í heimi hefur verið að nota Sproud Barista jurtamjókina undanfarna mánuði með góðum og jákvæðum undirtektum frá viðskiptavinum. Því lá beinast við að við myndum gera slíkt hið sama og bjóða upp á nýjan valmöguleika í jurtamjólk í okkar drykkjum,“
segir Magnús. Hann segir Sproud ekki aðeins bragðast virkilega vel í kaffinu heldur passi hún einstaklega vel í vegan sjeikana.
„Svo skemmir það ekki fyrir að hún inniheldur viðbætt steinefni og vítamín og aðeins 1/3 af kolvetnamagninu í Barista haframjólk.“
Það sem gerir Sproud jurtamjólkina sérstaklega áhugaverða er hið einkar hversdagslega hráefni sem hún er unnin úr – baunaspírur. Baunaræktun krefst afar lítillar vatns- og orkunotkunar, ef miðað er við ræktun annarra jurtamjólkurhráefna á borð við soja og hafra. Baunin er þar að auki svolítil ofurhetja því baunaplöntur auka gæði og frjósemi jarðvegsins þar sem þær eru ræktaðar.
„Okkur þykir ótrúlega skemmtilegt að fara í þetta samstarf með Joe & The Juice sem kom fyrst fram með góðan skyndibita sem hugar á sama tíma að gæðum, bragði, hollustu og umhverfi. Það er líka alltaf svo skemmtilegt að fara til þeirra, sem gerir Joe & The Juice að fullkomnum stað fyrir Sproud,“
segir Sólrún að lokum.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir