Freisting
Umhverfis Ísland á 5 dögum
Allt hófst þetta á símtali frá Sigurvin um hvort ég væri til í að fara með honum út á land, nánar tiltekið á Austfirði og Kárahnjúka til að skoða og borða góðan mat, og var ég strax til í tuskið og kemur sagan hér.
Kl: 09:45 hringdi síminn og var það Venni sem sagði: „ég er fyrir utan“, ok ég kem segi ég og slít samtalinu, út og set farangurinn inn í bílinn, Venni klár búinn að setja upp sólgleraugun og kl: 10:00 lögðum við af stað, keyrðum austur fyrir yfir heiðina í gegnum Selfoss og fyrsta stopp var í Hlíðarenda á Hvollsvelli, inn tékka hvort Georg sé á svæðinu en svo var ekki en tveir starfsmenn á plani á floti því það voru 4 stórar rútur á planinu, notuðum kamarinn og nestuðum okkur upp af drykkjarföngum og héldum leið okkar áfram.
Næsta stopp var Víkurskáli Vík í Mýrdal, er við komum inn er allt fullt og Elías vert á staðnum segir: „þú þarna drífið ykkur inn á Ströndina“ sem er kvöldverðarstaður inn af skálanum, „og setjist þar, það kemur einhver og sinnir ykkur fljótlega það er allt brjálað“.
Fljótlega kom bensin á kantinn og stuttu seinna kjötsúpa og vorum við þá til friðs í um 30 mínútur enda lá okkur ekkert á. Súpan mjög góð, svo kom aðalrétturinn djúpsteikt ýsa í raspi frá Norðanfiski á Akranesi með tartarsósu og frönskum, alveg unaðslega gott, besti fiskur sem ég hef fengið á hringvegi 1 í sumar og sýnir að það er alveg óþarfi að vera flytja inn fiskrétti.
Sátum við í rólegheitum þar til tók að minnka í skálanum en þá höfðu 12 rútur + lausatrafík keypt veitingar í hádeginu ca. 700 manns og ræddum við Venni og Elías að það væri ekki svo ýkjalangt síðan að eftir 15. ágúst hefði allt verið tómt allsstaðar en nú er tíðin önnur því þetta gerðist 26. ágúst síðastliðin, einnig upplýsti Elías okkur um að vinsælustu réttirnir á Ströndinni væru Hangikjöt með uppstúfi og plokkfiskur að ógleymdum súpunum, annars vegar Hvannarsúpa og hins vegar Kjötsúpa, að lokum kvöddum við sælan en þreyttan vert og héldum ferðinni áfram.
Næsta áning var við Jökulsárlón, inn til að létta á sér og endurnýja drykkjarbirgðirnar, rak augun í samlokurnar sem voru til sölu undir merkinu „Local fast food“ ákvað ég að kanna um kvöldið hver væri svona hugmyndaríkur allt fullt og engin leið að spjalla við starfsfólkið og héldum við för okkar áfram að næsta stoppi, en það er bærinn Árbær nærri Höfn en þar er stunduð ísgerð undir nafninu Glacier icecream.
Þótti okkur nauðsyn að taka hús á þeim og smakka ísinn og ekki varð maður fyrir vonbrigðum alveg sama hvaða bragð var smakkað eins og rabbabara, fíflahunang, jarðaberja, ananas, kaffi, kókos og vanillu allt frábært á bragðið, héldum við mettir að fyrsta náttstað okkar í ferðinni en það var Smyrlabjörg, okkur var komið fyrir í Hrútakofanum ásamt bílstjórum og fararstjórum og var aðstaðan alveg til fyrirmyndar.
Kl: 18:30 voru við mættir í veitingasalinn til að ná að taka myndir af hlaðborðinu áður gestirnir mundu mæta, en skal þess getið að hótelið var fullt. Meðal þess sem í boði var 2 tegundir súpu, þ.e. skelfisk-, og grænmetissúpa ásamt heimabökuðu brauði, nokkrar útgáfur af köldum fisk, 2 teg. síld, grafin reyktur og reyksoðin bleikja, grafin gæs, gæsapate, hreindýrapate, andarpate, reykt önd og andaconfit. Í heita var Lambalæri, Appelsínuönd og Purusteik ásamt meðlæti og í desert voru jarðaberjabaka, rabbarapæ, heimalagaður rjómaís og er óhætt að segja að flottara hlaðborð hef ég ekki séð síðan árið sem olían fraus.
Gengum við sælir og mettir til koju, til að safna orku fyrir morgundaginn.
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or14 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla