Freisting
Umhverfis Ísland á 5 dögum
Vorum mættir í morgunmat kl 07,30, því það var langur dagur framundan, hlaðborðið glæsilegt og vorum við sælir þegar við yfirgáfum Smyrlabjörg og héldum á vit nýrra ævintýra.
Stefnan var tekin á Höfn en þar ætluðum við að taka hús á matreiðslumanni gærkvöldsins honum Jóni Sölva Ólafssyni, en við höfðum mælt okkur mót við hann á Víkinni á Höfn en þegar þar var komið inn var hann ásamt aðstoðarfólki að elda fyrir skólann á staðnum og í dag voru kjúklingahakkbollur á matseðlinum og það get ég sagt ykkur að ef ég hefði ekki verið svo saddur eftir morgunmatinn þá hefðu 2 bollur horfið all snaggaralega inn í ginið á mér, það girnilegar voru þær.
Sagði Jón Sölvi að þeir á Smyrlabjörgum löguðu allt frá grunni og að 90% af hráefninu væri úr sveitinni og er þetta partur af því sem áðurnefndur staður markaðsetur sig meðal erlendra ferðamanna.
Barst nú talið um samlokurnar sem ég hafði séð í Jökulsárlóni og kom vel á vondan þar sem títtnefndur Jón Sölvi reyndist vera framleiðandi þeirra og til að toppa allt saman þá rekur hann söluturn á Höfn þar sem hann selur humarsúpu beint í bílinn, ekki beint ládeyða í kringum þennan fagmann og leitun að öðru eins áhuga og framkvæmdaáræði, þökkuðum við Jóni fyrir samtalið og voru leystir út með Humarsamlokum þar sem við vorum að fara langaleið og gott að hafa eitthvað til að muðla á.
Keyrt í gegnum göngin í Almannaskarði og þvílíkur munur að vera laus við þessa leiðindabrekku og áfram keyrt og næst stoppuðum við á Fáskrúðsfirði.
Smá rúntur og inn í sjoppu staðarins og birgðir drykkjavara endurnýjaðar og komið við á höfninni þar sem kall skimaði eftir skútum og er ég hafði verið smástund kallar Venni: komdu, kannski liggur tugti í leyni og fer að vera með leiðind þannig að við keyrðum í burtu.
Alcoa bræður
Í gegnum Fáskrúðsfjarðagöng sem eru um 6 km löng yfir á Reyðarfjörð inn í þorpið og tekin staða á aðalgötunni, höfninni og sjoppunni haldið svo út í álver Alcoa en þar höfðum við boðað komu okkar í hádegisverð og var vel tekið á móti okkur af Jónmundi og Guðna Jóni.
Okkur sýnd öll herlegheitin, meðal annars flokka þeir sorp í 8 flokka og til að gefa ykkur hugmynd um umfang þá fer um 1 tonn af jógúrtdrykkjum sem og 50 kassar af ávöxtum í viku hverri, við skrifborðið í eldhúsinu staðnæmdist ég og horfði á sælgætisskál festa með þvingu og kom skýringin að Jónmundur væri að hætta og Guðni Jón að taka við sem chef og strax byrjaður að merkja sér svæði og mælist ég til þess að hver fagmaður sem heimsækir hann í álverið komi með 1 pk af kexi og sturti í skálina þannig að hann fái smá fjölbreyttni í skálina.
Inn í sal og fengið sér að borða, matseðill dagsins var salatbar, skyr, soðinn þorskur með rófum, kartöflum og hamsatólg og var kærkomið að fá soðning, smakkaðist maturinn alveg fyrnavel og eftir að hafa spjallað góða stund þökkuðum við fyrir okkur héldum för okkar áfram.
Næsti staður til að stoppa á var Hótel Aldan á Seyðisfirði en þar áttum við bókaða gistingu, skemmtilegt hótel, móttakan og veitingastaðurinn í gamla kaupfélaginu, gisting í annars vegar í gamla bankanum og hins vegar gamla pósthúsinu, segið svo að gömul hús geti ekki fengið nýtt líf.
Vorum mættir í dinner um 7 leitið, pantaði mér graflax í forrétt og lamb í aðalrétt, Venni pantaði Guðlax í aðalrétt og skyr í desert, forrétturinn olli miklum vonbrigðum skápabragð af honum svo komu aðalréttirnir og var mér að orði við þjónustustúlkuna þegar hún kom til að athuga hvernig okkur líkaði aðalréttirnir hvort það væru 2 eldhús því að þvílíkur munur á réttum úr sama eldhúsi man ég ekki eftir að hafa upplifað það fyrr, einnig var ábætirinn hjá Venna flottur og góður en laxinn þurfa þau að endurskoða.
Fór maður þokkalega sáttur í koju, með það að markmiði að athuga hvort betri lax væri að finna í Walt Disney.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó