Freisting
Ugglarps Grönt með kynningarfund á Hilton hótelinu

Föstudaginn 17. apríl næstkomandi, verður snillingurinn Mikael Jidenholm frá Ugglarps Grönt með kynningarfund á grænmetinu sem hann ræktar í Halland í Svíþjóð. Fundurinn verður á Hilton hótelinu og verður Mikael Jidenholm einnig með fjölmargar tegundir til sýnis. Honum til halds og traust er matreiðslumeistarinn Sölvi Antonsson.
Mikael er enginn nýgræðingur þegar kemur að ræktun á grænmeti. Hann er 45 ára og segja flest allir matreiðslumenn og aðrir sem þekkja kappann að hann sé algjör grænmetisnörd ef svo má orði komast, en fyrsta ræktun hans var þegar hann var einungis 5 ára og í dag ræktar hann tugi þúsunda ólikra tegunda af grænmeti, jurtum, blómum ofl. við góðar aðstæður.
Til gamans má geta þess að Vox hefur verið með grænmeti frá Mikael í eitt ár og líkar vel við og einnig hefur kokkalandsliðið notað grænmetið. Gunnar Karl á Dill restaurant á Ómar Stefánsson á Vox kíktu á fyrirtækið Ugglarps Gront í Svíðþjóð í byrjun apríl síðastliðinn og voru mjög hrifnir af því þar sem fram fór á ræktunarlandinu.
Nánari upplýsingar veitir Sölvi Antonsson í síma 00456 733706024. Einnig má hafa samband á netfangið [email protected] og svo bendum við á heimasíðu Ugglarps Grönt hér: www.ugglarpsgront.se
Íslensk veitingahús geta keypt þetta frábæra grænmeti á sambærilegu verði miðað við aðrar heildsölur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





