Freisting
Ugglarps Grönt með kynningarfund á Hilton hótelinu

Föstudaginn 17. apríl næstkomandi, verður snillingurinn Mikael Jidenholm frá Ugglarps Grönt með kynningarfund á grænmetinu sem hann ræktar í Halland í Svíþjóð. Fundurinn verður á Hilton hótelinu og verður Mikael Jidenholm einnig með fjölmargar tegundir til sýnis. Honum til halds og traust er matreiðslumeistarinn Sölvi Antonsson.
Mikael er enginn nýgræðingur þegar kemur að ræktun á grænmeti. Hann er 45 ára og segja flest allir matreiðslumenn og aðrir sem þekkja kappann að hann sé algjör grænmetisnörd ef svo má orði komast, en fyrsta ræktun hans var þegar hann var einungis 5 ára og í dag ræktar hann tugi þúsunda ólikra tegunda af grænmeti, jurtum, blómum ofl. við góðar aðstæður.
Til gamans má geta þess að Vox hefur verið með grænmeti frá Mikael í eitt ár og líkar vel við og einnig hefur kokkalandsliðið notað grænmetið. Gunnar Karl á Dill restaurant á Ómar Stefánsson á Vox kíktu á fyrirtækið Ugglarps Gront í Svíðþjóð í byrjun apríl síðastliðinn og voru mjög hrifnir af því þar sem fram fór á ræktunarlandinu.
Nánari upplýsingar veitir Sölvi Antonsson í síma 00456 733706024. Einnig má hafa samband á netfangið [email protected] og svo bendum við á heimasíðu Ugglarps Grönt hér: www.ugglarpsgront.se
Íslensk veitingahús geta keypt þetta frábæra grænmeti á sambærilegu verði miðað við aðrar heildsölur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





