Vertu memm

Freisting

Ugglarps Grönt með kynningarfund á Hilton hótelinu

Birting:

þann

Föstudaginn 17. apríl næstkomandi, verður snillingurinn Mikael Jidenholm frá Ugglarps Grönt með kynningarfund á grænmetinu sem hann ræktar í Halland í Svíþjóð. Fundurinn verður á Hilton hótelinu og verður Mikael Jidenholm einnig með fjölmargar tegundir til sýnis.  Honum til halds og traust er matreiðslumeistarinn Sölvi Antonsson.

Mikael er enginn nýgræðingur þegar kemur að ræktun á grænmeti. Hann er 45 ára og segja flest allir matreiðslumenn og aðrir sem þekkja kappann að hann sé algjör grænmetisnörd ef svo má orði komast, en fyrsta ræktun hans var þegar hann var einungis 5 ára og í dag ræktar hann tugi þúsunda ólikra tegunda af grænmeti, jurtum, blómum ofl. við góðar aðstæður.

Til gamans má geta þess að Vox hefur verið með grænmeti frá Mikael í eitt ár og líkar vel við og einnig hefur kokkalandsliðið notað grænmetið.  Gunnar Karl á Dill restaurant á Ómar Stefánsson á Vox kíktu á fyrirtækið Ugglarps Gront í Svíðþjóð í byrjun apríl síðastliðinn og voru mjög hrifnir af því þar sem fram fór á ræktunarlandinu.

Nánari upplýsingar veitir Sölvi Antonsson í síma 00456 733706024.  Einnig má hafa samband á netfangið [email protected] og svo bendum við á heimasíðu Ugglarps Grönt hér: www.ugglarpsgront.se

Íslensk veitingahús geta keypt þetta frábæra grænmeti á sambærilegu verði miðað við aðrar heildsölur.

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið