Vín, drykkir og keppni
Tvö þúsund ára rómverskt vínflutningaskip fannst við Sikiley – Vídeó
Keramikpottar sem venjulega voru notaðir til forna á rómverskum tímum til að geyma og flytja vín fundust vítt og breitt um hafsbotninn í kringum skipbrot við strendur norðvestur Sikileyjar.
Talið er að skipið sé meira en 2000 ára gamalt, samkvæmt heimildum ARPA ( Agenzia Regionale per la Protezione dell’Ambiente ).
Vísindamenn notuðu fjarstýrðan kafbát til að kanna skipbrotið sem var 92 metra undir yfirborði sjávar, skammt frá strandbænum Isola delle Femmine eða ekki langt frá Palermo.
Þetta er önnur uppgötvun skipbrots á nokkrum vikum undan ströndum Sikileyjar en hitt skipið fannst nálægt litlu eyjunni Ustica og það er talið að það hefði einnig flutt vín.
Þessi uppgötvun staðfestir að vínframleiðsla, viðskipti og gróðursetning víngarða blómstraði á rómverskum tíma.
Hér að neðan má sjá myndband frá fjarstýrða kafbátinum af aðgerðunum:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






