Vín, drykkir og keppni
Tvö þúsund ára rómverskt vínflutningaskip fannst við Sikiley – Vídeó
Keramikpottar sem venjulega voru notaðir til forna á rómverskum tímum til að geyma og flytja vín fundust vítt og breitt um hafsbotninn í kringum skipbrot við strendur norðvestur Sikileyjar.
Talið er að skipið sé meira en 2000 ára gamalt, samkvæmt heimildum ARPA ( Agenzia Regionale per la Protezione dell’Ambiente ).
Vísindamenn notuðu fjarstýrðan kafbát til að kanna skipbrotið sem var 92 metra undir yfirborði sjávar, skammt frá strandbænum Isola delle Femmine eða ekki langt frá Palermo.
Þetta er önnur uppgötvun skipbrots á nokkrum vikum undan ströndum Sikileyjar en hitt skipið fannst nálægt litlu eyjunni Ustica og það er talið að það hefði einnig flutt vín.
Þessi uppgötvun staðfestir að vínframleiðsla, viðskipti og gróðursetning víngarða blómstraði á rómverskum tíma.
Hér að neðan má sjá myndband frá fjarstýrða kafbátinum af aðgerðunum:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir