Vín, drykkir og keppni
Tvö þúsund ára rómverskt vínflutningaskip fannst við Sikiley – Vídeó
Keramikpottar sem venjulega voru notaðir til forna á rómverskum tímum til að geyma og flytja vín fundust vítt og breitt um hafsbotninn í kringum skipbrot við strendur norðvestur Sikileyjar.
Talið er að skipið sé meira en 2000 ára gamalt, samkvæmt heimildum ARPA ( Agenzia Regionale per la Protezione dell’Ambiente ).
Vísindamenn notuðu fjarstýrðan kafbát til að kanna skipbrotið sem var 92 metra undir yfirborði sjávar, skammt frá strandbænum Isola delle Femmine eða ekki langt frá Palermo.
Þetta er önnur uppgötvun skipbrots á nokkrum vikum undan ströndum Sikileyjar en hitt skipið fannst nálægt litlu eyjunni Ustica og það er talið að það hefði einnig flutt vín.
Þessi uppgötvun staðfestir að vínframleiðsla, viðskipti og gróðursetning víngarða blómstraði á rómverskum tíma.
Hér að neðan má sjá myndband frá fjarstýrða kafbátinum af aðgerðunum:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt21 klukkustund síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?