Keppni
Tvö Íslandsmót í kaffigreinum haldin næstkomandi helgi
Kaffihátíð á vegum Kaffibarþjónafélagsins, Expert og Chaqwa á Íslandi verður haldin laugardaginn 23. febrúar.
Meðal dagskrárliða á kaffihátíðinni eru tvö Íslandsmót í kaffigreinum: Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð.
Sigurvegarar á Íslandsmótunum öðlast réttinn til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna, sem verður haldið í Boston í apríl nk.
Á Kaffihátíðinni verður einnig hægt að kynna sér starfsemi ýmissa kaffifyrirtækja, hægt verður að smakka kaffi frá ólíkum kaffibrennslum og fræðsla af ýmsu tagi verður inn á milli þess sem keppendur stíga á svið.
Kaffihátíðin er haldin í húsakynnum Expert í Draghálsi 18-26 og stendur yfir frá kl. 12 til 17.
Nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu Kaffibarþjónafélagsins. Frír aðgangur er á hátíðina, opin almenningi jafnt sem fagfólki.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






