Keppni
Tvö Íslandsmót í kaffigreinum haldin næstkomandi helgi
Kaffihátíð á vegum Kaffibarþjónafélagsins, Expert og Chaqwa á Íslandi verður haldin laugardaginn 23. febrúar.
Meðal dagskrárliða á kaffihátíðinni eru tvö Íslandsmót í kaffigreinum: Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð.
Sigurvegarar á Íslandsmótunum öðlast réttinn til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna, sem verður haldið í Boston í apríl nk.
Á Kaffihátíðinni verður einnig hægt að kynna sér starfsemi ýmissa kaffifyrirtækja, hægt verður að smakka kaffi frá ólíkum kaffibrennslum og fræðsla af ýmsu tagi verður inn á milli þess sem keppendur stíga á svið.
Kaffihátíðin er haldin í húsakynnum Expert í Draghálsi 18-26 og stendur yfir frá kl. 12 til 17.
Nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu Kaffibarþjónafélagsins. Frír aðgangur er á hátíðina, opin almenningi jafnt sem fagfólki.
Mynd: úr safni
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi