Keppni
Tvö Íslandsmót í kaffigreinum haldin næstkomandi helgi
Kaffihátíð á vegum Kaffibarþjónafélagsins, Expert og Chaqwa á Íslandi verður haldin laugardaginn 23. febrúar.
Meðal dagskrárliða á kaffihátíðinni eru tvö Íslandsmót í kaffigreinum: Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð.
Sigurvegarar á Íslandsmótunum öðlast réttinn til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna, sem verður haldið í Boston í apríl nk.
Á Kaffihátíðinni verður einnig hægt að kynna sér starfsemi ýmissa kaffifyrirtækja, hægt verður að smakka kaffi frá ólíkum kaffibrennslum og fræðsla af ýmsu tagi verður inn á milli þess sem keppendur stíga á svið.
Kaffihátíðin er haldin í húsakynnum Expert í Draghálsi 18-26 og stendur yfir frá kl. 12 til 17.
Nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu Kaffibarþjónafélagsins. Frír aðgangur er á hátíðina, opin almenningi jafnt sem fagfólki.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






