Kristinn Frímann Jakobsson
Tvíburavagninn | „Hann rotaði hungrið í einu höggi á bragðgóðan hátt…“

Pylsuvagninn á Akureyri býður upp á margvíslegar tegundir af meðlæti með pylsunum, súrsætri gúrku, kartöflusalati, grænmeti og kryddi, beikoni, bakaðar baunir, rauðkál og þessa klassísku Pylsa með öllu. Einnig er á matseðlinum píta og pönnukökur með nutella og banana.

Þessa þekkja nú margir: Akureysk pylsa með öllu.
(tómatsósa, remúlaði, sinnep, kokteilsósa, steiktur og hrár laukur og rauðkál)
Tvíburavagninn er nýjasta viðbótin hjá Pylsuvagninum á Akureyri, en það eru tvær pylsur í einu brauði. Árni Þór Theodórsson fréttaritari hjá vefmiðlinum akv.is fór nú á dögunum og smakkaði herlegheitin og sagði meðal annars í áliti sínu „Ég var mjög ánægður með Tvíburavagninn. Hann rotaði hungrið í einu höggi á bragðgóðan hátt, án þess að ganga frá bragðlaukunum algjörlega.“, en hægt er að lesa nánari lýsingu með því að smella hér.
Myndir: af facebook síðu Pylsuvagnsins á Akureyri.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?