Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Tveir meistarakokkar nýir rekstraraðilar á 101 Restaurant & Bar

Birting:

þann

Meistarakokkarnir Hákon Már Örvarsson og Agnar Sverrisson taka yfir allan veitingarekstur á 101 Hóteli við Hverfisgötu 10 innan skamms.  Um er að ræða veitingastaðinn 101 Restaurant & Bar sem hefur verið starfræktur í nokkurn tíma. Hákon Már og Agnar eru þessa dagana að leggja línurnar fyrir nýjan matseðil og hugsanlegar breytingar en þeir taka formlega við rekstrinum 15. nóvember nk. Hákon Már verður yfirkokkur og framkvæmdastjóri.

Hákon Már Örvarsson

Hákon Már Örvarsson

Hákon Már Örvarsson var lengi yfirkokkur á veitingastaðnum Vox. Hann starfaði einnig á veitingastað Hótel Holts og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg.  Hákon hefur unnið til margvíslegra verðlauna á ferli sínum, meðal annars hefur hann verið valinn Matreiðslumeistari ársins, unnið brons-verðlaun í Bocuse d’Or keppninni og Norðurlandakeppni.

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson er eigandi að Michelin veitingastaðnum Texture við Portman Square í London sem hefur margsinnis verið valinn einn af betri veitingastöðum borgarinnar. Hann er einnig yfirmatreiðslumeistari og eigandi veitinga- og vínstaðanna 28°-50° sem eru á þremur stöðum í London. Þá hefur hann nýlega opnað skyndibitastaðinn Dirty Burgers & Ribs við Miklubraut.

 

 

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið