Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tveir meistarakokkar nýir rekstraraðilar á 101 Restaurant & Bar
Meistarakokkarnir Hákon Már Örvarsson og Agnar Sverrisson taka yfir allan veitingarekstur á 101 Hóteli við Hverfisgötu 10 innan skamms. Um er að ræða veitingastaðinn 101 Restaurant & Bar sem hefur verið starfræktur í nokkurn tíma. Hákon Már og Agnar eru þessa dagana að leggja línurnar fyrir nýjan matseðil og hugsanlegar breytingar en þeir taka formlega við rekstrinum 15. nóvember nk. Hákon Már verður yfirkokkur og framkvæmdastjóri.
Hákon Már Örvarsson var lengi yfirkokkur á veitingastaðnum Vox. Hann starfaði einnig á veitingastað Hótel Holts og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg. Hákon hefur unnið til margvíslegra verðlauna á ferli sínum, meðal annars hefur hann verið valinn Matreiðslumeistari ársins, unnið brons-verðlaun í Bocuse d’Or keppninni og Norðurlandakeppni.
Agnar Sverrisson er eigandi að Michelin veitingastaðnum Texture við Portman Square í London sem hefur margsinnis verið valinn einn af betri veitingastöðum borgarinnar. Hann er einnig yfirmatreiðslumeistari og eigandi veitinga- og vínstaðanna 28°-50° sem eru á þremur stöðum í London. Þá hefur hann nýlega opnað skyndibitastaðinn Dirty Burgers & Ribs við Miklubraut.
Myndir: aðsendar
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum