Viðtöl, örfréttir & frumraun
Tveir kokkanemar segja sitt álit á JF
Á bloggsíðu Kokkanema í 2.bekk er hægt að lesa ýmislegt skondið, t.a.m. er hér ein færsla sem segir frá þegar tveir kokkanemar lentu í óheppilegu atriði þegar þeir segja álit sitt á Jóa Fel í heita pottinum í Laugum.
Eiki Elvis segir hér frá:
Hverju haldið þið að kallinn hafi lent í áðan. Ég skellti mér í laugina með Badda félaga mínum, sem er að læra í Perlunni, og við fórum beint í pottana. Ekki leið á löngu fyrr en við vorum farnir að spjalla við mann sem var í lauginni með syni sínum. Hann hafði heyrt að við vorum að tala um mat og spyr okkur út í matreiðslu og annað slíkt. Svo kom að henni, þessari spurningu sem flestir sem vinna í atvinnueldhúsi hafa fengið:
„Hvað finnst þér um Jóa Fel?“
Ég hef ákveðnar skoðanir á þættinum sem ég lét í ljós. Hann sést aldrei þvo á sér hendurnar, notar oft sömu brettin fyrir allt hráefni þ.e. grænmeti, kjúkling og annað kjötmeti o.s.f.v. o.s.f.v.
Þegar við vorum að fara upp úr og í sturtu þá segir Baddi:“ Þetta var þrumu ræða sem þú hélst í pottinum.“ „Hvað meinarðu?“ segi ég. „Þetta með Jóa Fel. Veistu ekki við hvern þú varst að tala?“ Ég hristi hausinn.“Þetta var Jón Axel Ólafson dagskrárstjóri Stöðvar 2 og Bylgjunar!“
Bloggsíða kokkanemana: www.blog.central.is/2bekkur
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt